Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 86
Framleiðsla á regnbogasilungi var meiri 1993 en árið á undan, og munar
þar mest um framleiðslu tveggja nýrra fyrirtækja, sem framleiddu um 140
tonn sl. ár.
Hvað varóar framleiðslu á öðrum tegundum er það að segja, að enn er
unnið markvisst aó þróun lúðueldis. Þó er matfiskeldi á lúðu enn ekki
hafið, en vonir standa til, að það hefjist á þessu ári. Eldi á „villtum þorski “
virðist hafa gengið vel. Undirbúningur að eldi á vartara og sjóbrama og
einnig sæeyra er á lokastigi samkvæmt heimildum.
Sem fyrr segir, var árið óvenju annasamt. Mikið var um fyrirspurnir og
óskir um leiðbeiningar varðandi bleikjueldi, bæði um almennar leiðbein-
ingar um eldismál, gæðamál og úttekt á möguleikum til bleikjueldis á
árinu. Einnig bárust nokkrar beiónir um úttekt vegna aðgerðar og
pökkunaraðstöðu fyrir bleikju. Vegna þessa ferðaðist ég um flesta lands-
hluta. Virðist áhugi á bleikjueldi enn fara vaxandi, og má búast við, að
beiðnum um úttekt á eldismöguleikum fjölgi á þessu ári.
Beiðnum um umsögn vegna styrkumsókna fyrir ýmsa aðila hefur farið
fjölgandi undanfarin ár. Þar hafa beiðnir frá stjómum Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins og Smáverkefnasjóðs landbúnaðarins verið veigamestar.
Þessari vinnu fylgja ávallt nokkur ferðalög um landið vegna úttektar, sem
þarf að framkvæma áður en umsögn er gefin.
Eg var fulltrúi Búnaðarfélags Islands í eftirtöldum nefndum: Markaðs-
nefnd landbúnaðarins, Fóðumefnd, Faghópi um nýtingu tilraunaaðstöðu
fyrir fiskeldi í Straumfræóihúsi á Keldnaholti. Einnig er ég fulltrúi
Búnaðarfélagsins í stjóm Fagráðs bleikjuframleiðenda.
Markaðsnefnd landbúnaðarins var lögð niður á miðju ári. Vil ég þakka
samstarfsmönnum mínum í nefndinni fyrir gott og ánægjulegt samstarf á
undanförnum árum.
Starf mitt í stjóm Fagráðs bleikjuframleiðenda hefur verið umfangs-
mikið. Mér hefur verið falin umsjón meó gæöastarfi fagráðsins. Starfið í
Fagráði bleikjuframleiðenda er nú á ákveðnum tímamótum. Eftir miklar
erjur og átök síóast liðið haust standa nú vonir til, að allir bleikjufram-
leiðendur sameinist í nýjum og breyttum samtökum.
Sem fyrr var nokkuð um funda- og ráðstefnustörf á árinu. Af því helsta
má nefna, að ég flutti erindi í janúar á fundi á Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði, Keldum, og í apríl flutti ég fyrirlestur á námskeiði á Selfossi,
sem Búnaðarsamband Suðurlands og Fjölbrautarskólinn á Selfossi/Fisk-
eldisbrautin á Kirkjubæjarklaustri héldu. I apríl sótti ég þriggja daga
námskeið Fiskistofu um altæka gæðastjórnun. sem haldið var í Hveragerði.
Eg tók þátt í að undirbúa og hafði umsjón með starfi vinnuhóps um
bleikjueldi og hélt einnig erindi á ráðstefnu um fiskeldi, sem Rannsóknaráð
ríkisins, Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva og Fagráð bleikju-
framleiðenda efndu til á Akureyri í mars. Ég hélt einnig nokkur erindi á
80