Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 246
vegna þess að aðstæður til að rannsaka þennan sjúkdóm voru örðugar.
Samt sem áður hófst bólusetning gegn bráðapest lultugu árum fyrr á íslandi
heldur en í t.d. Skotlandi. Það er hinsvegar athyglisvert hve fljótir fslend-
ingar voru að tileinka sér varnarráð, sem gáfu von um árangur. Glöggt
dæmi um það er för Hómgeirs Jenssonar til Noregs fljótlega eftir að fréttist
um að þar hefðu bólusetningar gefið sæmilega raun, þó að vísu fylgdu
óhöpp.
Strax og leiðbeiningar birtust í íslenskum blöðum um gerð bóluefnis,
brugðust menn víðsvegar um land við og hófu bólusetningartilraunir af
mikilli bjartsýni. Allt vildu menn til vinna til að hamla gegn pestinni. Eftir
að bóluefni varð tiltækt, sem veitti góða vörn væri rétt að farið, hvarf tjón
af völdum pestarinnar smám saman og jafnframt sá kvíði og öryggisleysi
sem bráðapestinni fylgdi jafnan.
Því er maklegt að minningu þeirra manna sem vísuðu veginn til varnar
þessum ægilega sjúkdómi sé haldið á lofti.
Helstu heimildir, sem ekki er getið í texta:
1. Bruland J.: Bráðabirgðaleiðbeining í bólusetningu og annarri meðferð á
bráðapest í sauðfé. Rvík, Isafoldarprentsm. 1896.
Om Brásot: Norsk Vet. Tidskr. 8, 1886, 33-50.
2. Dungal Niels: Nýtt bóluefni gegn bráðapest. Freyr 27, 1930, 63-68.
Vaccination against braxy. Journ. ofComp. Path. 45. 1930, 313-316.
Braxy in Iceland: Report, 3rd Internat. Congress of Comparative Pathology.
Apríl 1936, Athens 1-14.
3. Einarsson Magnús: Búnaðarrit 22, 1908, 69-71, Freyr I, 1904, 89-91.
4. Gaiger S.H.: Investigations into Braxy../. ofComp. Pathol. and Therap. 35,
1922, 191-257.
5. Hjaltalín Jón: Uddrag af det Veterinære Sundhedsráds Forhandlinger.
Tidskr.f. Veterinairer. 3, 1855, 144-164.
Um bráðafár og landfarsóttir. Heilbrigðist. III 1873, 51-55.
6. Hlíðar Sigurður E.: Bráðafár, Alidýrasjúkdómar, Akureyri 1915, 115-119.
7. Jensen C.O.: Ueber Bradsot und deren Aetiologie, Deutsche Zeitschr. ftir
Tier medicin und Vergleichende Pathologie, 22, 1897, 247-274.
Om Beskyttelsespodninger mod Bradsot. 3. nordiske Landbrugskongr. 1908,
328-336.
Die Aetiologie der Bradsot. Zeitschrift fur Infectionskrankheiten, parasitaire
Krankheiten und Hygiene der Haustiere 17, 1915, 1-18.
8. Jensson Hólmgeir: Þjóðólfui IX 1895, 51-52, XI 1897, 62-63.
240