Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 175
Búnaðarþing hvetur til þess, að sveitarstjómir komi á skipulegri geymslu,
notkun eða eyðingu á úrgangsplasti, og vill í því sambandi minna á álit og
störf nefndar, sem skipuð var af umhverfisráðherra á haustdögum 1990.
GREINARGERÐ:
Með tilliti til þess, hvaó notkun plastefna hefur vaxið í landbúnaði á
undanfömum ámm og hve örðugt er um frágang þeirra, vill Búnaðarþing
hvetja menn til raunhæfra aðgerða, sem miði að því að koma í veg fyrir
óæskileg umhverfísáhrif af þeirra völdum og leggur því til samstarf sveitar-
stjóma og sorpeyðingarstöðva um frágang eða not þessara efna.
I því sambandi má benda á, að nefndin, sem umhverfisráðherra skipaði
1990, athugaði ýmsa möguleika á úrvinnslu, t.d. í bretta- eða brennslu-
kubba við íblöndun pappírs.
Mál nr. 25
Erindi Búnaðarsambands Ausíurlands um breytingar á reglum um mat á
dilkakjöti.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 17 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþingi er kunnugt um, að skipuð hefur verið nefnd til að endur-
skoða lög nr. 30/1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, og
ætlazt er til, að nefndin skili drögum að lagafmmvarpi fyrir sumarið.
Lög þessi munu verða undirstaða reglugeröa, er varða þetta erindi.
Búnaðarþing beinir því til nefndarinnar, að hún taki tillit til erindis Bún-
aðarsambands Austurlands í störfum sínum.
Ennfremur vísast til samþykktar Búnaðarþings 1993 um kjötmat, mál nr. 3.
Mál nr. 26
Erindi Búnaðarsambands Austurlands um flutning Veiðimálastofnunar
til Egilsstaða.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 17 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing skorar á landbúnaðarráðherra og veiðimálastjóra að efla
útibú Veiðimálastofnunar á landsbyggðinni og sjá til þess, að allir lands-
hlutar njóti jafnræðis varðandi þjónustu og starfsemi stofnunarinnar eftir
því, sem þörf krefur.
I því skyni telur Búnaðarþing nauðsynlegt, að ákveðinn hluti fjárveitinga
til Veiðimálastofnunar sé sérmerktur útibúum á landsbyggðinni.
169