Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 92
Loðdýrarækt
Arvid Kro
I upphafi árs voru starfandi um sjötíu
loódýrabú, og var fjöldi búa svipaður í
árslok. Fjöldi minkalæðna var ca. 25.000
hinn 1. janúar, og refalæður voru 4.200 á
sama tíma. Frjósemi á árinu var 4,54 hvolpar
á ásetta minkalæðu og 4,72 á ásetta refalæðu,
og er fjöldi hvolpa á minkalæðu besta
útkoma, sem fengist hefur frá upphafi minka-
ræktarinnar. Söluverðmæti skinna fyrir árið
1993 var 175 millj. króna fyrir 87.000
minkaskinn og 15.000 refaskinn. Verðþróun
á árinu hefur verið sú, að minkaskinn seldust
í febrúar á meðalveröinu 87 danskar krónur, en í desember á 199 danskar
krónur, blárefaskinn seldust í febrúar á 201 danska krónu, en í desember á
449 danskar krónur.
Heimsframleiðsla á loðskinnum hefur minnkað um ca. 50% frá árunum
1987-’88, og er áætluð ársframleiðsla nú ca. 20 milljónir minkaskinn og
2,6 milljónir refaskinna.
Loðdýrarækt er markaðsbúskapur og áhættubúskapur, og hefur það sýnt
sig á undanfömum árum, að margir hafa tapað aleigunni í þessum búskap,
bæói hér á landi og erlendis.
A árinu kom til framkvæmda niðurfelling á lánum hjá Stofnlánadeild
landbúnaóarins og hjá Ríkisábyrgðasjóði, og mun það styrkja bændur til
frambúðar. Einnig hafa bændur fengið jöfnunargjald á fóður frá ríkissjóði
og úr Framleiðnisjóði, og má segja, að án þessara framlaga hefði
loðdýrabúskapur verið aflagður á Islandi.
Skrifstofan. Eins og undanfarin ár hefur starf mitt verið 40% hjá BI og
60% hjá SIL, og hef ég verið í starfi tíu mánuöi á árinu. Vinna mín hefur
verið alhliða leiðbeiningar, að undanskildum fóðurleiðbeiningum, eftirlit
með skinnaverkun, útgáfa á fréttabréfum, sem voru sjö á árinu, og aðstoð
við skinnasýningar, skipulagningu á námskeiðum o.fl.
86