Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 48
hér á landi. Þar var ákveðið að til að meta afkastagetu íslenskra kúa verði
grunnur próteinmagn að teknu tilliti til próteinhlutfalls þannig, að því sé
haldið uppi í stofninum.
Hið nýja kynbótamat er byggt upp af Agústi Sigurðssyni og byggist á
grunni þeirra rannsókna, sem hann hafði unnið úr afurðatölum úr skýrslu-
haldinu hér á landi. Hér er um að ræða kynbótamat eftir einstaklings-
módeli, og hefur Agúst lýst því í greinum í Frey og Nautgriparœktinni á
síðasta ári, og vísast til þeirra.
Hér skal aðeins lögð áhersla á, að með þessu eru gerðar gagngerar
breytingar að því leyti, að byggt er á afurðatölum fyrir mjólkurskeið í stað
ársafurða í eldra kerfi. Þá er ræktunarmarkmið nú skilgreint með tilliti til
próteins í stað mjólkurmagns, eins og gert var í afurðaeinkunn í eldra kerfi.
Segja verður, að umræddar breytingar hafi tekist mjög vel og samræmi á
milli eldra matsins og þess nýja sé gott, þegar hugað er að þeim grunn-
breytingum, sem þama eiga sér stað. Við Ágúst stóðum að nokkurri
kynningu á hinu nýja mati, sem hófst á ráðunautafundi, og einnig var
haldinn fundur með héraðsráðunautum á Hólum í Hjaltadal 25. mars.
Enn er nokkur vinna eftir í sambandi við að bæta eldri gagnagrunn, sem
notaður er við kynbótamatið, en við þá vinnu varð að leita til héraðs-
ráðunauta og einstakra skýrsluhaldara, en það hefur tæpast skilað því, sem
til var ætlast. Ekki er vafamál, að með hinu nýja kynbótamati hefur
nautgriparæktinni bæst mikið og öflugt verkfæri, sem á að geta skilað
auknum framförum í ræktun kúastofnsins á komandi árum.
Þar sem hiö nýja kynbótamat var tekið í notkun á árinu 1993, hefur á
árinu þurft að byggja skrá um hugsanlegar nautsmæður á samþættingu
eldra mats og nýja matsins, en það virðist hafa tekist allvel.
Fagráð í nautgriparœkt. Eg hef verið fulltrúi B.I. í framkvæmdanefnd
fagráðsins, en formaður þess er Jón Gíslason. Þar hafa verið allmargir
fundir á árinu, þar sem margvísleg mál, sem varða nautgriparæktina, hafa
verið til umræðu. Árlegur samráðsfundur var haldinn á Hvanneyri 3.
desember.
Framkvæmdanefndin gefur m.a. umsögn um verkefni, sem sótt er um
styrk til hjá Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar. Ekkert vafamál er, að hann
hefur þegar skilað nautgriparæktinni verulegu í því starfi, sem þegar hefur
verið unnið. Þar bendi ég á hió nýja kynbótamat og hugbúnaðargerðina,
sem þegar hefur verið rætt um. Eg vil aðeins nefna framgang tveggja
verkefna, sem notið hafa þaðan styrks og getið er um í starfsskýrslu síðasta
árs.
Frumutöluverkefnið vann Eiríkur Jónsson í Gýgjarholtskoti í samráði
við mig og Olaf Oddgeirsson. Því lauk hann að mestu árið 1992, en þar er
verið að leggja mat á þá þætti, sem áhrif hafa á mælingar á frumutölu úr
einstökum kúm. Helstu niðurstöður voru kynntar á ráðunautafundi í
42