Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 69
verka í sambandi viö skýrsluhaldið í hrossaræktinni. Þar setti ég fram verk-
áæltun um þessa þætti, en starfið í skýrsluhaldinu gekk prýðilega í öllum
aðalatriðum á árinu 1993. A síðasta vori, þegar hryssur fóru að kasta, voru
allir þátttakendur í skýrsluhaldinu búnir að fá í hendur hálfútfylltar fang-
og folaldaskýrslur, sem fylla þurfti út með upplýsingum um folöld og
frjósemi ársins 1993 og senda að því loknu til héraðsráðunauta í hrossarækt
til yfirferðar. Þaðan liggur síðan leið skýrslnanna í Búnaðarfélagið til
skráningar og uppgjörs. Stendur skráning á þeim skýrslum nú sem hæst.
Hvað sein skýrsluskil búnaðarsambandanna varðar, benda héraðsráðu-
nautar á, að oft liggi ekki fyrir upplýsingar um ýmisleg atriði, er varða
ásetning folalda og fleira fyrr en um áramót. Svo er eflaust í sumum
tilvikum, en hitt er algengara, að málin liggi ljós fyrir nálega um leið og
hryssumar hafa kastað, og því má hraða skýrsluskilum í mörgum tilvikum.
Um leið og þátttakendur í skýrsluhaldinu fengu sendar fang- og folalda-
skýrslumar í vor, voru þeim sendar fjölþættar upplýsingar um hross sín,
þ.e. drög að búsbók. Búsbækumar verða síðan útfærðar enn frekar fyrir
útsendingu gagna fyrir árið 1994, sem ætlunin er aó verði í apríl og maí í
vor.
Heildaruppgjöri og útborgun til hrossaræktar- og búnaðarsambanda á
framlagi frá hinu opinbera til skýrsluhaldsstarfa fyrir árið 1993 var lokið
nú fyrir áramót. Uppgjörinu var að öllu leyti háttað í samræmi vió þær
reglur, sem gilt hafa nú um nokkurra ára skeið. Til uppgjörs voru skráð
3.530 folöld, sem fædd voru 1992, en við það miðast uppgjörið. Árið 1991
var sambærilegur fjöldi 3.406 folöld og 2.849 folöld 1990, svo að þátttakan
í skýrsluhaldinu er á réttri leið, og má ennfremur leiða gild rök að því, að
þátttakan er ekki meiri í skýrsluhaldi í nokkurri annani búfjárræktargrein á
Islandi en í hrossarækt. I skýrslu Jóns Baldurs Lorange koma fram ýmsar
fleiri upplýsingar um skýrsluhaldið í hrossaræktinni, og verður það ekki
endurtekið hér.
I sambandi við skráningu fyrir kynbótasýningar og skráningar á dóms-
niðurstöðum þá er það hvort tveggja unnið í tölvu hér í Búnaðarfélaginu,
en í gegnum fjartengingu frá búnaðarsamböndunum um land allt. Öll
skráning og úrvinnsla fer fram í Feng, og hefur þetta verkfyrirkomulag
stórkosti í för með sér. Um áramótin tók Búnaðarfélagið í notkun X 25
tengingu inn á gagnanet Pósts og síma, og gerir það alla vinnu í fjarteng-
ingu mun fljótvirkari, ódýrari og öruggari.
Útgáfu upprunavottorða fyrir útflutt hross var á árinu háttað í samræmi
við samkomulag Félags hrossabænda við Búnaðarfélag íslands frá 12.
desember 1990. Sá ég að mestu um undirskrift vottorðanna, en búnaðar-
málastjóri, væri ég fjarverandi. Hallveig Fróðadóttir hjá Félagi hrossa-
bænda útbjó vottorðin og studdist þar við gögn úr Feng auk upplýsinga frá
seljendum hrossanna. Það brýna áhersluverkefni að samræma þessa
63