Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 17
Stjórn Stóðhestastöðvar ríkisins. Þorkell Bjarnason, ráðunautur, og
Steinþór Gestsson á Hæli eru fulltrúar BI í stjóminni. Aðrir í stjóminni eru:
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, formaður, Kjartan Georgsson, bóndi,
Olafsvöllum, fulltrúi Félags hrossabænda, og Þrúðmar Sigurðsson, bóndi,
Miðfelli, fulltrúi Hrossaræktarsambands Islands. Búnaðarfélag Islands
annast fjárhald fyrir rekstur stöðvarinnar, en nánar má lesa um stöðina í
skýrslu Þorkels Bjarnasonar.
Stjórn Hrossakynbótabúsins á Hólum í Hjaltadal. Kristinn Hugason,
ráðunautur, á sæti í stjóminni tilnefndur af stjórn BI.
Dýravernclarnefncl Islands. Jónas Jónsson á sæti í nefndinni tilnefndur af
stjóm BÍ.
Búfjárrœktarnefhdir starfa samkvæmt lögum um búfjánækt. Þær voru
kosnar á Búnaðarþingi 1992. Formenn þeirra og fulltrúar BI eru: Nautgripa-
rœktarnefnd, Jón Viðar Jónmundsson. Sauðfjárrœktarnejhd, Sigurgeir
Þorgeirsson. Jón Viðar Jónmundsson gegnir þar formennsku í fjarveru
Sigurgeirs. Hrossarœktarnefnd, Kristinn Hugason. Loðdýrarœktarnefnd,
Bjarni Stefánsson. Svínarœktarnefnd, Pétur Sigtryggsson. Alifuglanefnd,
Guðmundur Jónsson. Kanínurcektarnefnd, Ingimar Sveinsson.
Samráðsnefncl um viðurkenningu nýrra býla og félagsbúa. Jónas
Jónsson starfar í nefndinni fyrir Búnaðarfélag íslands.
Þátttaka í samtökum með öðrum þjóðum
Norrœnu bœndasamtökin (NBC). Stéttarsamband bænda, Búnaðarfélag
íslands, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband sláturleyfishafa og
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði mynda íslandsdeild NBC. Formaður
hennar er Haukur Halldórsson, varaformaður Jónas Jónsson og ritari
Gunnlaugur Júlíusson. Aðalfundur samtakannna er haldinn annað hvert ár,
til skiptis í aðildarlöndunum, en fulltrúaráðsfundir eru tveir á ári. Aðal-
fundur var að þessu sinni haldinn á Rebild Bakker á Norður-Jótlandi í
Danmörku dagana 2.-5. ágúst. Af hálfu BÍ sóttu Jón Helgason og Jónas
Jónsson fundinn. Flestir íslensku þátttakendurnir notuðu einn dag, sem þeir
höfðu frjálsan vegna þess, hvemig ferðir féllu, til að heimsækja Leið-
beiningamiðstöðina að Skejby á Jótlandi, og var sú heimsókn mjög
fræðandi um tilhögun leiðbeiningaþjónustunnar í Danmörku. í sömu ferð
var danskur kúabóndi heimsóttur, og fræddist fólkið þar m.a. um
leiðbeiningaþjónustuna í framkvæmd. NBC, Bændasamtök innan
Evrópubandalagsins (COPA) og Samvinnusamtök bænda innan
Evrópubandalagsins (COGECA) héldu sameiginlegan fulltrúafund í
Bændahöllinni 23.-24. júlí. Frá BÍ sátu fundinn Jón Helgason og Jónas
Jónsson.