Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 68
mestu fram, eóa úti í búnaðarsamböndunum, þar sem unnið var gegnum
fjartengingu í móðurtölvu í Búnaðarfélaginu.
Sýningargjöld voru innheimt eins og undanfarin ár. Upphæð þeirra var
kr. 1606 fyrir hvert hross, sem skráó var.Gjaldió skiptist þannig á milli
viðkomandi búnaðarsambands og Búnaðarfélags Islands, að búnaðar-
sambandið fékk kr. 903, en Búnaðarfélagið kr. 703. Heildarsýningargjaldið
(grunngjald að viðbættum virðisaukaskatti) var því kr. 2.000. Afsláttur var
veittur af þessari upphæð eftir ákveðnum reglum, ef fleiri en þrjú hross
komu fram á árinu frá einum rekstraraðila.
I vor voru tekin í notkun ný dómblöð fyrir kynbótadóma. Eru þau í
tvíriti, og var afritið afhent umráðamönnum hrossanna að lokinni hverri
sýningu fyrir sig. A dómblaðinu eru reitir fyrir skýringar við dóminn auk
reita fyrir dóminn sjálfan. Eru skýringamar settar upp á þann veg, að
krossað er við viðeigandi lýsingar á hverju atriði fyrir sig, og gildir þetta
um bæði sköpulag og kosti. Blöð þessi voru útlitshönnuð og prentuð í
prentsmiójunni Odda eins og allir aðrir pappírar, sem eru prentaðir í
sambandi við skýrsluhaldió nýja. I þessu sambandi skal látin í ljós alveg
sérstök ánægja með viðskiptin við prentsmiðjuna.
A árinu var töluverð umræða um þær hugmyndir, að dómarar hætti að
vinna í dómnefndum svo sem tíðkast hefur, en dæmi „hver fyrir sig“ með
einhverjum hætti. Þetta eru gamlar hugmyndir, sem verið hafa við lýði um
árabil. Ég tel í ljósi reynslunnar og smávægilegra athugana, sem gerðar
hafa verió, að samstarf dómara í dómnefndum hafi afgerandi kosti, það
tryggi best, að dreifing einkunna haldist eins mikil og hægt er og tryggi um
leið festu í vinnubrögðum. Raunar veit ég, að allir starfandi kynbóta-
dómarar og meginþorri hestafólks stendur einhuga að baki þeim
starfsreglum, sem mótaðar hafa verið. Eigi að síður mun Hrossaræktar-
nefnd láta athuga þetta mál frekar nú á nýju ári.
Undanfarin ár hafa spumingar gerst áleitnari víðar og víðar í
þjóðfélaginu um, hvort ýmsir aðilar, er við margháttaða ákvaróanatöku
starfa, séu hæfir til þess hverju sinni vegna t.d. fjölskyldu-, ættar-,
viðskipta - eða annarra hagsmunatengsla. Hrossaræktin hefur ekki farið
varhluta af þessum umþenkingum. Í raun og veru eru kröfur þær, sem fram
hafa komið um breytt dómafyrirkomulag, af sömu rót runnar að einhverju
leyti, þ.e. óttinn við hagsmunatengsl, og kemur því eflaust sumum á óvart,
er ég segi, að besta vörnin gegn hvers konar misnotkun aðstöðu er einmitt
dómnefndafyrirkomulagið. Eigi að síður tel ég, að það hefðu betur verið
settar slíkar reglur um hæfi dómara í búfjárrækt fyrir einhverjum árum
síðan. Nú er brýnt, að svo sé gert í ljósi nýrra stjómsýslulaga, sem hafa
með hliðstæð mál að gera í þjóðfélaginu.
Gagnavinnsla og skýrsluhald. I síðustu starfsskýrslu minni gerði ég
ýtarlega grein fyrir uppbyggingu gagnavörslukerfisins Fengs og framgangi
62