Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 120
Hrossarœkt. Ég starfaði áfram við forritun í Feng í góðu samstarfi við
Kristin Hugason, hrossaræktarráðunaut. Fyrri hluta ársins vann ég við
forritun og margháttaða tölvuvinnslu vegna ritsins Hrossaræktarinnar, og
segja má, að sú vinna hafi snert á einn eða annan hátt flestalla kafla
bókarinnar.
Þessi forritun fólst í endurbótum á forriti vegna dómahluta og smíði
forrita til aó vinna kynbótatöflur ásamt listum. Auk þessarar forritunar fór
töluverður tími í ýmiss konar úrvinnslu gagna og prófun á gögnum svo sem
vinnu við gerð súlurita með tölulegum niðurstöðum kynbótasýninga 1992.
Ymsar endurbætur og viðbætur þurfti að gera á Feng, og vegur þar
þyngst kynbótamatið, sem bætt var við gagnasafn Fengs í upphafi ársins.
Þorvaldur Amason, búfjárkynbótafræðingur, hefur samið þrjú forrit í
Fortran til útreikninga á kynbótamati. A árinu 1992 samdi ég forrit (Feng-
Blup) til að vinna úr gagnasöfnun Fengs skrá á ASCII formi, sem notuð eru
í forritum Þorvalds við útreikningana. A árinu endurbætti ég Feng-Blup í
ljósi reynslunnar. í Feng er nú hægt aó fletta upp kynbótamati hrossa eöa
kynbótaspá, ef hrossið er yngra en fjögra vetra. Með þessari viðbót við
Feng hefur tekist að sameina og samræma öll gagnasöfn hrossaræktarinnar
á einum stað, þ.e. í Feng.
Þó að Fengur sé upphaflega skrifaður sem miðlægt gagnavörslukerfi
fyrir skýrsluhald í hrossarækt á landsvísu, kom fljótt upp áhugi á, að gerð
yrði útgáfa fyrir einmennistölvur, sem nýttist hinum almenna hrossa-
ræktanda. Þess vegna hefur verið við það miðað við þróun á Feng, aó af
slíkri útgáfu gæti orðið, en á þaó ber hins vegar að líta, að ýmsar
upplýsingar, sem eru í gagnasafni Fengs, mega ekki vera aðgengilegar
hverjum sem er svo sem upplýsingar fyrir eiganda annarra hrossa en
sýndra, sem eru opinberar upplýsingar. Einnig er margvísleg vinnsla í
Feng, sem á við heildarvinnslu úr gagnasafninu, sem vinsa þarf úr í Einka-
Feng, en það nafn hefur einmenningstölvuútgáfa Fengs hlotið. A árinu
vann ég að forritun í Einka-Feng, og í nóvember buðum við nokkrum
völdum hrossaræktendum Einka-Feng til reynslu. Nokkrir höfðu pantað
fyrir áramót, og veróur fyrsta útgáfa af Einka- Feng afhent í febrúar 1994.
Fjárhagsnefnd Búnaðarþings gerói ráð fyrir tekjum af Einka-Feng við gerð
fjárhagsáætlunar fyrir árió 1993, en þrátt fyrir góðan vilja náðist það ekki
fram. Þar kom helst til mikil vinna í Feng vegna útkomu Hrossa-
ræktarinnar, eins og ég hefi áður greint frá, sem tókst fyrir vikió að koma
út í apríl, sem er nokkru fyrr en árið á undan. A árinu 1994 verður Einka-
Fengur til prófunar hjá rúmlega 20 hrossaræktendum, og verður vanda-
samast að eiga við gagnasamskiptin, enda er allt gagnasafnið, sem fylgir
hverju forriti, um 22 MB að stærð.
Um vorið hófust síðan kynbótasýningar, en fyrir þá vertíð endurbætti ég
mótahluta Fengs, enda reynir mikið á þann hluta með fjarvinnslu á
114