Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 63
Umræður snerust mikið um óánægju fundarmanna um það, að samtökin
skyldu ekki fá hlutdeild að nýstofnuðu Fagráði í hrossarækt. Tillaga
fundarins til Fagráðs, er samþykkt var einróma, var krafa um að fá þar
fulltrúa.
Fjalla-Blesafélagið heimsótti ég 26. apríl, ferðaðist um sveitir og
skoðaði ungfola, heilu stóðin og tamningahross. Meðal þeirra var
stóðhestsefnið frá Raufarfelli, keypt í fyrra, nokkuö snotur og jafnvaxinn,
vel prúður foli, en fullsmár (135 cm bm), hreyfir sig fallega, en er
eineistingur, og því er hann úr sögunni. Mikill áhugi er þama fyrir hendi
um ræktun hrossanna, og virðist fólkið finna, að framfarir eru litlar og því
þurfi að sækja sér erfðaþrótt í nýja stóðhesta. Hefur að undanfömu verið
unnið í þá veru, og allt horfir í rétta átt.
Ársþing L.H. var haldið síðast í október í Varmahlíð í Skagafirði, og sat
ég það ekki, en Kristinn Hugason sat þingið. M.a. hefi ég frétt, að fjallað
hafi verið um Stóðhestastöðina og um hana deilt og í nefnd hafi verið mjög
neikvæð umræða og vangaveltur. Nefnd lagði þó fram jákvæða tillögu um
stöðina, og var hún samþykkt samhljóða.
Reiðhöllin er í notkun sem fyrr fyrir hestamennsku, og Sunnlendingar
buðu til góðhrossasýningar 9. maí meó fjölmörgum, ágætum sýningar-
atriðum. Vonandi helst þessi starfsemi til skemmtunar og fróðleiks fyrir
fólk, enda aðsókn alltaf mjög góð.
Tamningarstöðvar eru orðnar eins og mý á mykjuskán um allt land og
fjölgar sífellt. Hvað skyldu nú margir tamningamenn, bæði konur og karlar,
vera starfandi í landinu? Það er alla vega stór hópur. Það gleður að sjá, hve
menn bæta aðstöðu fyrir hross. Nýjum eða endurbættum húsum, oft
fjósum, fjárhúsum eða refaskálum er breytt í hesthús og hlöður notaðar
fyrir fcrtamningar. Þá byggja bændur útihús fyrir hross og láta þau “liggja
við opió“, eins og sagt er um æmar við sömu aðstæður. Margt er samt enn
ógert í þessum málum, og tímabær var tillaga á Búnaðarþingi í fyrra um
húsaskjól fyrir öll hross.
Fundir. Ég sat fundi í Hrossaræktarnefnd 3.-4. maí og 16.-17. desember
og er ritari hennar og varaformaður. A vorfundi ákvað nefndin að senda
óvenju marga fola heim af stóðhestastöð, sem ekki þóttu standast
byggingarkröfur. Kom það í minn hlut að tilkynna eigendum þær
niðurstöður. Auk fastra nefndarfunda í faginu sótti ég 11 almenna fræðslu-
og umræðufundi víða um land meó erindi og stundum myndasýningu frá
fjórðungsmótinu á Kaldármelum.
Hrossaútflutningur. Góður árangur í hrossaræktinni og fjárvon valda því,
að of mikið framboð er af stóðhestum í landinu. Margir þeirra eru seldir til
útlanda, en þar er þó ekki vöntun á slíkum gripum. þar sem víða eru 3-4
hryssur um hvem graðhest. Stjómir hrossaræktarsambanda fylgjast með
bestu stóðhestunum með forgangsbeiðni um kaup og reyna að halda þeim,
57