Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 26
Upp úr miðjum maí gerði noróaustan hvassvirði um sunnanvert landið.
Kornakrar voru þá lítt grónir og kartöflugarðar nýunnir, svo að töluverðar
fokskemmdir urðu á þeim. Hinn 28. maí fór ég um Flóann og Þykkvabæ
með Kristjáni Bj. Jónssyni, héraðsráðunauti á Selfossi, til að skoða
skemmdimar. Einkum hafði fokió mikið úr nýunnum kartöflugörðum í
Þykkvabæ, og þar skemmdist útsæði í næturfrosti, eftir að allur jarðvegur
var fokinn ofan af þeim. Varð tjónið mest í ónýtu útsæði, brottfoknum
jarðvegi með áburði og skemmdum á framræsluskurðum sveitarinnar, en
þeir fylltust af sandi. Fokskemmdirnar á Suðurlandi undirstrikuðu
gagnsemi skjólbelta við akuryrkju, því að tjón hefði orðið minna, ef
akramir hefóu verió í skjóli.
I ágústlok kom ég á aóalfund Skógræktarfélags íslands og hlýddi þar á
fyrirlestur Jens Ernst Nielsens, sem er skjólbeltaráðunautur hjá Danska
Heiðafélaginu. Jens Emst var aðalfararstjóri og leiðbeinandi hópsins, sem
ég hafði tækifæri til að að fara með til Jótlands haustið 1992. Dagana 30.
og 31. ágúst fórég og fleiri Islendingar með honum um Suðurland, þar sem
við skoðuðum skjólbelti og hann flutti erindi á tveimur almennum
fræðslufundum, öðrum í Brautarholti á Skeiðum og hinum í Gunnarshólma
í Landeyjum. Daginn eftir ræddi hann viö okkur nokkra ráðunauta
Búnaðarfélags Islands og sýndi okkur myndir af skjólbeltarækt Dana.
Um það bil mánuði seinna var hér á ferð ástralskur maður, Andrew
Campbell, sem ræddi vió ráðunauta Búnaðarfélagsins um aðferðir Astrala í
landgræðslu- og landverndarmálum. Eg fór einnig á eins dags námskeió
hjá honum, sem haldið var í Háskóla Islands.
Dagana II. og 12. nóvember flutti ég erindi á plæginganámskeiði, sem
Búnaðarsamband Suðurlands hélt á Selfossi og á Stóra-Ármóti. Vegna
vaxandi komræktar er þörf á meiri kunnáttu en áður í að plægja jöróina rétt.
Vatnsveitur. Eins og áóur segir, tók ég aó mér leiðbeiningar um
vatnsöflun og vatnsveitur til heimilis og búsþarfa, en á árinu 1993 höfum
við Haraldur Árnason að mestu leyti unnið saman aó þessum málum. Eitt
stærsta verkefnið, sem unnið var að á árinu, var lögn stofnæðar í vatnsveitu
í Biskupstungum. Lögð var um 9 km löng leiðsla frá lind í Bjarnarfelli
norður af Dalsmynni og Austurhlíð niður að Fellskoti, þar sem hún tengdist
leiðslu, sem liggur niður í Reykholt. Síðar er ætlunin aó tengja fleiri bæi
við þessa veitu. Vió Haraldur fórum allmargar feróir austur til mælinga og
eftirlits. Á Suðurlandi var einnig mælt fyrir lögn, sem tengir Stokkseyri við
vatnsveitu Flóamanna, þ.e.a.s. eykur vatnsmagnið þannig, að Stokkseyri
geti bæst við án þess að hætta verói á vatnsskorti. Þá eru einnig tvö allstór
verkefni í athugun í Skagafirði, annars vegar í Varmahlíð og hins vegar í
Hegranesi. Við mældum nokkrar vegalengdir og ráðlögðum, hvernig
fylgjast skuli með vatnsmagni í uppsprettum, áður en gera má áætlun unt
umfang verksins og nákvæmari kostnaóaráætlun. Annað stórt verkefni,
20