Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 261
Á fitunartímanum haustið 1960 náðu kálfarnir meiri vaxtarhraða en þeir
höfðu náð síðan fyrsta eldisveturinn. Tölfræðilegt mat var lagt á vaxtar-
hraðann allan beitartímann 2. júní -31. október 1960, og kom í ljós að A-
flokkskálfar uxu raunhæft hraðar en B-flokkskálfar (p<0,001). Munur á
vaxtarhraða kynja var ekki raunhæfur.
Galloway blendingarnir þyngdust að meðaltali um 38,25 kg á tímabilinu
frá 3. sept. til 31. okt. , og samkvæmt útreikningum hafa þeir þurft 5,56 Fe
á dag til að fullnægja fóðurþörf til viðhalds og þess vaxtar. B-flokks
kálfarnir þyngdust aðeins um 28,12 kg að meðaltali hver kálfur og
fóðurþörf þeirra á dag að meðaltali 4,53 Fe, á káll'. Fóðurnotkun hvers kálfs
í A-flokki þessa 58 daga hel'ur verið samkvæmt því að meðaltali um 322,5
Fe eða 8,43 Fe á hvert kg þyngdarauka, en í B-flokki hefur fóðurnotkunin
verið 262,7 Fe á kálf eða 9,34 Fe á hvert kg þyngdarauka.
Tafla 9. Meðalþungi og nieðalþyngdaraukning
á há og fóðurkáli haustið 1960.
Flokkur A B A B Uxar Kvígur
Uxar Kvígur Uxar Uxar Samtals Samtals Samtals Samtals
Þungi 26/9, kg. 407.1381.4 337. 4 308. 5 394. 3 323. 0 372. 3 345. 0
Þungi 31/10, kg. 400 380.7 328. 1 305.8 390.4 317.0 364. 1 343. 3
Vaxt. hraði 3/9-31/10, g/dag. 553 516 379 417 534.5 398.0 466.0 466.5
Vaxt. hraði 2/6-31/10, g/dag. 697 622 446 524 535 398 466 467
P-gildi H <**
Yfirlit yfir fóðrun og vöxt allt tilraunaskeiðið.
I töflu 10 er sýnt yfirlit yfir þunga og meðalþyngdaraukningu gripanna í
g/dag eftir árstíðum á tilraunaskeiðinu. Vaxtarhraði kálfanna er mestur
fyrsta veturinn hjá öllum hópum (590-742 g/dag), litlu minni á Itá og
fóðurkáli haustið 1960 (446-697 g/dag). Minnstur er vaxtarhraðinn veturinn
1959-60 (254-326 g/dag), enda er fóðrun mjög misjöfn þann vetur (sjá töllu
6), einkum fyrri hluta vetrarins til marsbyrjunar, 2,8-3,1 Fe/dag á kálf.
Líklega má reikna með að heyin þennan vetur hafi verið mun lakari en
talið hefur verið. En þó að kálfarnir Itafi verið léttfóðraðir seinni veturinn
þá hel'ði verið möguleiki á að ná góðum uppbótarvexti sumarið 1960. En
þar sem beitilandið var ekki nægilega gott varð vöxturinn lítill. Kálfarnir
halda sig nær eingöngu við heilgrösin, nauðbíta valllendið, en snerta varla
mýrlendi eða hálfdeigjur.
31. október 1960 var meðalþungi gripa í A-flokki orðinn 390,4 kg og
nieðalþyngdaraukning þeirra allt tilraunaskeiðið 491 g/dag. Meðalþungi
8'ipa í B-flokki var þá 317 kg og tneðalþyngdaraukning þeirra allt
tilraunaskeiðið 400 g/dag. Samsvarandi tölur fyrir uxa eru 364,1 kg og 456
8/dag, en fyrir kvígur 343,3 kg og 435 g/dag.
255