Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 237
kom í ljós að fé þoldi bólusetningu misvel t.d. virtist fé á Suðurlandi verða
meira um hana heldur en fé norðan lands, jafnvel var þessi munur greini-
legur milli nágrannasveita. Það var hinsvegar alltaf nokkuð fyrirhafnarsamt
og seinlegt að nota „danska“ bóluefnið, og það krafðist bæði vandvirkni og
mikils hreinlætis, því um var að ræða duft sem hræra þurfti vandlega út í
vatni í litlu mortéli. Yfirleitt önnuðust verkið sérstakir bólusetningarmenn
sem fengið höfðu tilsögn varðandi þetta verk.
Þetta svonefnda „danska“ bóluefni gegn bráðapest var notað hér á landi
um nær fjögurra áratuga skeið og var alltaf framleitt á sama stað, Statens
Veterinœre Serum-Laboratorium í Kaupmannahöfn, fyrst undir leiðsögn
prófessors C.O Jensen en síðar undir leiðsögn dr. M. Christiansen, próf-
essors.
Um notkun þessa bóluefnis gaf Magnús Einarsson m.a. þessar leiðbein-
ingar:
„f bóluefninu eru tvennskonar þurrkuð efni: bráðapestarbakteríuklak
(þ.e. lifandi bakteríur) sem sýkir kindina og pestarserum sem dregur úr
sýkingunni, efnin verka þannig að miklu leyti hvort gegn öðru.“
„Þegar bólusetja á skal hræra efni í 50 kindur út í 1 sprautu (lOcc) af
soðnu , köldu eða volgu vatni og skal hrært uns vatnið hefur samlagast vel
efninu. Síðan skal bætt við 4 sprautum af vatni smátt og smátt og hræra
stöðugt í. Aður en farið er að hræra út efnið, verður að þvo sprautuna og
mortélið úr karbólvatni eða lýsólvatni og skola síðan innan með soðnu
vatni . Mortélið er sett á afvikinn stað og hvolft yfir það skál, svo að ekkert
óhreint komist í bóluefnið.
Aður en bólusett er, verður að þvo bólusetningarstaðinn, sem er innan-
vert á vinstra læri úr sápuvatni og karbólvatni, ella má búast við að stungan
óhreinkist og ígerð komist í sárið, sem skemmt getur árangur af bólusetn-
ingunni.
Rétt er að reyna efnið á hverju hausti á fáunt kindum, því féð getur verið
misþolið frá ári til árs. Ef rétt er bólusett á aðeins að koma lítill þroti kring-
um benið og kindin heltast lítið eitt.
Þyki bólusetjaranum verkanirnar annað hvort of miklar eða of litlar
breytir hann bólusetningarstað ofar eða neðar á lærinu.“
Þegar rannsóknarstofa dýrasjúkdóma í Kaupmannahöfn flutti í nýtt hús-
næði 1908 var henni af stjórnvöldum fyrirlagt að taka gjald fyrir fram-
leiðslu og þjónuslu.
Fljótlega eftir það, líklega 1910, var því farið að selja bóluefnið hóllegu
verði, kr. 3.00 fyrir efni í 100 kindur.
Olli það nokkrum kurr meðal sumra fjáreigenda fyrst í stað en þagnaði
þó fljótlega. Síðar meir var prófessor C.O. Jensen veitt verðskulduð, virðu-
leg viðurkenning af hendi Islendinga. Niðurstaða Magnúsar Einarssonar,
dýralæknis, sem fylgst hafði með bólusetningu danska bóluefnisins frá
231