Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 32
alls, þar af rúmlega 900 af landselskópum og tæplega 400 af útselskópum,
og fengu bændur 2000 kr. fyrir skinnið. Um helmingur vorkópaskinnanna
fór í sútun og var nýtt af Eggert Jóhannssyni, feldskera, til fatagerðar,
ásamt því, að hann og fleiri nýta skinnin í fjölbreytilegustu handverkshluti.
Minna var selt til útlanda af skinnum en á s.l. ári, en dálítið hefur verið
pantað á því næsta (1994). Það, sem eftir verður, mun svo verða leóursútað
hér innanlands og kynnt sem upplagt hráefni til margvíslegra nota.
Auk þess að vinna með stjóm Samtaka selabænda og sitja aðalfund
þeirra og alla stjórnarfundi, þá heimsótti ég allmarga selabændur og
leiðbeindi um veióar, verkun o.fl., ekki hvað sist þá nýbreytni að salta
skinnin, en ekki spýta.
Auk þess að nota selskinnin tii fatagerðar, í töskur, húfur, veski og margt
fleira í þeim dúr, er sífellt reynt að finna nýjar leiðir, þar sem nýta má
skinnin. Eitt af því, sem komst í framkvæmd á árinu, var, að Þórdís Zoéga,
húsgagnaarkitekt, sérhannaði borðstofustóla klædda með selskinni. Hún,
ásamt Samtökum selabænda og Smáverkefnasjóði, kostuðu gerð á
sýningareintökum, sem fóru allvíða á árinu og vöktu verðskuldaða athygli,
ekki hvað síst á stórri húsgagnasýningu í Danmörku. Þá hef ég verið í
sambandi við handverksfólk víða um land um að nýta selskinn við gerð
nytja- og listmuna fyrir ferðamenn, og hafa ýmsir sýnt athyglisverða
hugkvæmni í að nýta skinnin.
A síðasta ári var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga, þar sem inni eru
ákvæði um, að stjóm og nýting á selastofnunum við landið verði færð til
sjávarútvegsráðherra. Selabændur eru þessu algjörlega mótfallnir, og hef
ég tekið þátt í margvíslegri vinnu með þeim til að mótmæla þessum
áformum, ásamt því að fylgja eftir rétti landeigenda, þegar deilur eóa brot
hafa komið upp um, hvemig veiöum og nytjum skuli hagað.
Eins og undanfarin ár greiddi Hringormanefnd fyrir veidda útseli auk
þess að styrkja það starf Samtaka selabænda fjárhagslega að koma
kópaskinnum til verðs og nytja á ný.
Sú hreyfing, sem vottað hefur fyrir s.l. tvö ár, að hægt sé aó selja selkjöt,
saltaó selspik og selshreifa, hefur heldur færst í aukana, og hef ég lagt
dálitla vinnu í að sinna því máli.
Um öll málefni tengd selveiðum hef ég átt mjög gott samstarf við stjóm
Samtaka selabænda, og tel ég það leiðbeiningastarfinu afar mikilvægt.
Reki. I því atvinnuástandi, sem nú ríkir, hefur áhugi á nýtingu reka
heldur aukist, þótt líklega sé lágt verð á innfluttu timbri sá þáttur, sem helst
hindrar gjömýtingu rekaviðar. Nokkrir aðilar langt utan rekasvæða hafa
útvegað sér reka til vinnslu í þeim tilgangi að auka atvinnu.
Eg hafði milligöngu um, að girðingaverktaki keypti rekastaura af
bændum. Einnig var talsverð vinna lögð í að koma af stað aðilum, sem
tækju aó sér aó saga reka fyrir þá, sem ekki hafa tök á því sjálfir, en líkur
26