Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 46
með þessum nýja búnaði, sem vafalítió á eftir aó koma mörgum fram-
leiðendum að miklum og góðum notum á komandi árum. Hugbúnaður
þessi hefur fengið nafnið Búrektor.
Kúasýningar. Sýningarsvæði árið 1993 var Austurland, þar sem bæði eru
fáar kýr og stórum lakari þátttaka mjólkurframleiðenda í skýrsluhaldi en
gerist í öðrum héruóum. Sýningar voru fyrstu daga maí mánaðar, og voru
skoðaðar samtals 179 kýr. 7 Nautgriparœktinni verður gerð grein fyrir
niðurstöðum sýninganna.
Jafnhliða sýningunum voru haldnir fjórir fundir með mjólkurfram-
leiðendum á svæðinu, þar sem málefni ræktunarstarfsins voru rædd. Sá
áhugi, sem ég taldi mig þar verða varan vió, gefur tilefni til að ætla, að vel
megi auka umtalsvert þátttöku bænda í skýrsluhaldi, hliðstætt og annars
gerist alls staðar á landinu.
Kvíguskoðun. Annar stærsti þáttur í sambandi við afkvæmadóm
nautanna er mat á fjölmörgum þáttum, sem dæmdir eru við skoðun á
ákveðnum fjölda dætra hvers nauts. Viðmiðunin er sú að fá til skoðunar hið
minnsta 30 dætur undan hverju nauti. Skoðunin er framkvæmd jafnhliða
kúasýningum hverju sinni, en þegar um jafn kúafátt svæði var að ræða og
nú, þá veróur að leita fanga víðar. Kvíguskoðun var því í gangi á
Suðurlandi í maí og byrjun júní 1993. Þegar skoðun lauk, höfðu verið
skoðaðar 704 dætur þeirra 22 nauta Nautastöðvarinnar, sem fædd voru árið
1987. Ljóst virðist, að sá nautaárgangur sé að jafnaði heldur lakari en
árgangur frá 1986, en þó aó öllum líkindum þar meiri toppar.
Nautastöðin. - Uppeldisstöðin. Þeir Diðrik Jóhannsson og Sigurmundur
Guðbjömsson gera í sínum starfsskýrslum grein fyrir rekstri stöðvanna
hvorrar fyrir sig. Ég annast eins og áður fyrsta val nautkálfanna, sem
bjóðast á hverjum tíma, en Nautgriparæktamefnd er ábyrg fyrir endanlegu
vali, sem fer fram, þegar ákveðið er, hvaða naut fara frá Uppeldisstöðinni
til sæðistöku á Nautastöóinni.
Framboð á nautkálfum hefur veriö mjög gott á árinu, þó aó finna megi
að því, að það hafi tæpast verið nægjanlega jafnt með tilliti til nautsfeðra,
sem í notkun voru. Jákvæður þáttur er hins vegar, að framboð af kálfum
undan mjög ungum, efnilegum og vel ættuðum kúm hefur aukist verulega,
en á þann hátt þarf einmitt að breyta nautsmæðravalinu nú. Astand í
framleiðslu nautakjöts hefur haft viss áhrif á rekstur stöðvanna, þar sem
erfiðlega hefur gengið aó losna við gripi til slátrunar.
Rœktunarkjarninn á Stóra-Armóti. Arið 1991 var hafist handa við að
byggja upp ræktunarkjama við tilraunastöðina á Stóra-Ármóti, þar sem
safnað er saman ungum og efnilegum kvígukálfum. Ætlunin er síðan að
fjölga þeim efnilegustu hratt með flutningi á fósturvísum frá þeim, þannig
að þegar þær bera öðrum kálfi sínum, verða til naut undan þeim auk
álitslegs hóps af efnilegum kvígukálfum.
40