Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 174
gagna. Þeim verði útvegað fjármagn til þess að bera kostnað af þessu verki
og leyfóur aðgangur að þeim gögnum, sem þörf krefur.
Þingið leggur mikla áherzlu á, að þessu verki verði hraðað, svo sem
kostur er, og leitað leiða til úrbóta hið allra fyrsta.
Mál 23
Erindi Búnaðarsambands Austurlands um mótmœli gegn stórfelldum
vatnaflutningum á Austurlandi*
Málió afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 20 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing varar við áformum um stórfellda flutninga jökulvatna á
Austurlandi og hvetur til þess, að ýtrustu varfæmi sé gætt við undirbúning
og ákvöróun virkjunarframkvæmda þar.
Flutningar jökulvatna geta haft afdrifarík áhrif á lífríki og vistkerfi svæöis-
ins, og því veltur á miklu, að ekki sé farið í neinar framkvæmdir án undan-
genginna ýtarlegra rannsókna, þar sem óyggjandi niðurstöður liggja fyrir.
Þá hvetur Búnaöarþing Alþingi til þess að marka ákveðna stefnu í þessum
málum, bæði með virkjanir og nýtingu þeirrar orku, sem út úr þeim fæst.
GREINARGERÐ:
Búnaðarþing leggur áherzlu á, að ekki verði teknar ákvarðanir um slíkar
stórvirkjanir, sem hér um ræóir, nema að undangengnum verulegum rann-
sóknum á hugsanlegum áhrifum á allt lífríki með og í Lagarfljóti, t.d. vegna
framburðar og jafnvel breytinga á hitastigi, svo og hugsanlegra breytinga á
ósasvæðum þessara vatnsfalla sem og mögulegra áhrifa á lífríki þeirra bæöi
í sjó og á landi.
Jafnframt verói könnuð áhrif vegna uppistöðulóna á hálendinu.
Ekki verði teknar ákvarðanir varðandi þessi mál án fulls samráðs við
íbúa svæðisins vegna verulegrar áhættu á mörgum sviðum, svo sem röskun
á mannvirkjum, ræktunarskilyrðum, veióinytjum og fiskrækt.
Mál nr. 24
Erindi Búnaðarsambands Austurlands varðandi söfnun og nýtingu o
úrgangsplasti.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóða atkvæði:
* Gultormur V. Þormar lagði fram tvær ályktanir sem fylgigögn með málinu. Var önnur frá stjóm
Náttúruvemdarsamtaka Austurlands, 15.2. 1994, og hin frá aöalfundi Félags skógarbænda, 22.6.
1993.
168