Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 176
GREINARGERÐ:
Búnaðarþing telur mikilvægt, að einstök veiðisvæði og landshlutar eigi
jafnan kost á sem virkastri þjónustu Veiðimálastofnunar við staðbundin
verkefni á sviði rannsókna og ráðgjafar í því skyni að auka fiskgengd og
veiðimöguleika í ám og vötnum á viðkomandi svæðum. Þar sem Veiði-
málastofnun er nú ætlað aó fjármagna rúmlega 40% af rekstri sínum með
sértekjum, getur verið nauðsynlegt, að þær hafi mismunandi vægi í rekstr-
artekjum hverrar deildar, ef tryggja á fullan jöfnuð.
Mál nr. 27
Frumvarp til laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Lagt fyrir
Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 23 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur fjallað um frumvarp til laga um eftirlit með fóðri,
áburói og sáðvöru og mælir með, að það verði samþykkt með eftirfarandi
breytingum:
Síðari málsgrein 3. greinar verði svo:
Til aðstoðar aðfangaeftirlitinu skipar landbúnaðarráðherra tvær nefndir
til fjögurra ára í senn, sem hafa það hlutverk að vera ráðgefandi um fram-
kvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum:
1. Fóðumefnd, skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af Búnaðar-
félagi Islands, einum tilnefndum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og dýralækni, tilnefndum af yfirdýralækni. Ráðherra skipar formann
nefndarinnar.
2. Sáóvöru- og áburðamefnd, skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum
af Búnaðarfélagi Islands, einum tilnefndum af Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og einum skipuðum af landbúnaðarráðherra án tilnefningar,
og skal hann vera formaður nefndarinnar.
Við 6. grein bætist ný málsgrein:
Komi í ljós, að vara uppfylli ekki vörulýsingu og íslenzkar kröfur, getur
aðfangaeftirlitið krafizt stöðvunar á dreifingu og sölu vömnnar.
GREINARGERÐ:
Lagt er til, að þeir menn, sem em skipaðir í fóðumefnd og sáðvöm- og
áburðamefnd, séu ekki bundnir við ákveðin starfsheiti, heldur hafi stjómir
Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frjálsar
hendur og skipi í þessar nefndir hæfustu starfsmenn sína.
Nefndunum er fækkað í tvær, því að litið er svo á, að áburður og sáðvara
höfði til mjög svipaðs þekkingarsviðs.
170