Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 180
Könnun þessi verði undirbúin með rækilegri kynningu á málinu á al-
mennum bændafundum og á annan tiltækan hátt, enda liggi fyrir niður-
staða skv. 2. tölulið.
Stefnt skal aó því, aó skoðanakönnunin fari fram jafnhliða sveitar-
stjómakosningum á vori komanda.
4. Haft verði jafnan samband við stjómvöld um framgang málsins svo
sem um endurskoðun ýmissa laga, er af þessari breytingu leiða.
5. Málið verði rækilega kynnt starfsfólki Búnaóarfélags Islands og Stéttar-
sambands bænda og stéttasamtökum þess og aðilum jafnan gefinn
kostur á að fylgjast meó framvindu málsins.
Þá er því beint til sameiningamefndar Búnaðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda, að hún taki eftirfarandi atriði í Drögum að samþykkt-
um til frekari umfjöllunar:
a) Skilgreiningu á því, hver er bóndi.
b) Skilgreining á aðild aó búgreinafélagi.
c) Akvæðin um kosningar.
Fái mál þetta jákvæðar undirtektir bænda í hinni almennu skoðana-
könnun, verði boðað til auka-Búnaðarþings síðsumars til endanlegrar af-
greiðslu á því. Jafnframt er þeim tilmælum beint til búnaðarsambandanna,
aó þau fresti kosningum þeim til Búnaðarþings, sem fram eiga að fara á
þessu ári, þar til fullnaðarákvörðun í sameiningarmálinu liggur fyrir.
Breytingartillagan á þingskjali nr. 91, sem getið er hér að framan, var gerð
við 7. gr. Draga að samþykktum vegna sameiningar Búnaðarfélags Islands og
Stéttarsambands bœnda, en sú grein fjallar um framkvæmd kosninga.
Eftir breytinguna hefst 7. gr. þannig:
Um framkvæmd kosninga.
Aðalfundur samtakanna heitir Búnaöarþing. Kosningar til Búnaðarþings fari
fram eigi síðar en 1. desember þaö ár, er kjósa skal, og tekur umboð hinna
nýju fulltrúa gildi, þegar kjörbréf þeirra hefur verið staðfest á Búnaðarþingi.
Aðalfundur annars staðar í samþykktum breytist í Búnaðarþing þar, sem
átt er við aóalfund samtakanna.
í drögunum að samþykktunum, sem hér fara á eftir, hefur orðalagi verið
breytt í Búnaðarþing, þegar átt er við aðalfund samtakanna.
Drög að samþykktum vegna sameiningar
Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda.
I. grein
Bændasamtökin eru heildarsamtök íslenzkra bænda. Grundvöll þeirra
mynda búnaðarsambönd og búgreinasamtök. Aðildarfélög nú eru:
174