Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 116
Guólaug Hreinsdóttir (85%) tölvari, sem eingöngu hefur séó um skrán-
ingu og vinnslu á skýrsluhaldi í hrossarækt, fór í bamseignarfrí í byrjun
júlí. Anna María Einarsdóttir (80%) var lausráðin til aö leysa Guðlaugu af í
hrossaræktinni, og hóf hún störf í byrjun september. Guðrún Lovísa Olafs-
dóttir (100%) var ráóin í sumarstarf í ýmis verk bæði í tölvudeild sem og á
skrifstofu félagsins.
Guðlaug Eyþórsdóttir (100%), yfirtölvari, sá um rekstur á og vann vió
hugbúnaðargerð fyrir AS/400 tölvu félagsins, og loðdýraræktarskýrslu-
haldið var í hennar verkahring sem fyrr.
Unnur Melsted (100%), tölvari, vann við skráningu og vinnslu í öllum
búgreinum og bókhaldi.
Dagný Þorfinnsdóttir (75%), tölvuritari, vann við skráningu á öllum
búgreinum, og sama má segja um Jóhönnu Lúðvíksdóttur (70%), tölvu-
ritara, sem jafnframt skráði forðagæsluskýrslur.
Það voru fimm starfsmenn í tölvudeild í föstu starfi auk mín meginhluta
ársins. Stöðugildi voru 4,25 eftir breytingu á vinnufyrirkomulagi. Guðlaug
Hreinsdóttir er þá ekki reiknuð með þann tíma, sem hún var í fríi.
Auk þessara föstu starfsmanna unnu tímabundið í skráningu Sigríður
Þorkelsdóttir og Asdís Kristinsdóttir, ritarar á skrifstofu. Valdimar
Tryggvason, kerfisfræðingur, vann nokkra mánuði við forritun á Hinni
íslensku jarðabók, og frá 10. desember var hann ráðinn til forritunar í
hagfræðiverkefni (sjá nánar um það hér á eftir og í skýrslu Ketils
Hannessonar, hagfræðiráðunautar).
Skipting vinnunnar í tölvudeild. Vinnustundum fækkaói um 4 af
hundraði á milli áranna 1992 og 1993, sem er töluverð breyting frá fyrra
ári, þar sem þeim fjölgaði um 22 af hundraði. Þama vegur mest minni
vinna við forðagæslu og hrossarækt.
í hrossaræktinni fór að sjá fyrir endann á því átaki, sem hófst um mitt ár
1991 viö að koma skýrsluhaldinu í viðunandi horf. Gagnasafn Fengs
verður æ vióameira ár frá ári, og höfðu verið skráð 52,238 (41,315) hross
þann 7. janúar 1994, þar af hryssur 35,453 (28,650) og hestar 16.785
(12,665). I svigum má sjá stöðuna frá því í fyrra. Jafnframt mikilli vinnu
við forvinnu og skráningu skýrsluhaldsgagna eykst vinna við upplýsinga-
gjöf og vottorðageró til hrossaræktenda, enda er gagnasafn Fengs orðió
viðurkennt sem stærsta gagnasafn um íslenska hrossarækt, og t.a.m. keypti
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV og landsþekktur hrossaáhugamaður, á
árinu gagnasafn Fengs með öllum kynbótadómum frá 1961 til ársins 1992.
Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur, fjallar ítarlega um framgang
skýrsluhaldsins í hrossarækt í starfsskýrslu sinni.
I sauðfjárræktinni tókst nú aó ljúka uppgjöri þeirra skýrsluhaldsgagna,
sem höfðu borist fyrir jólahátíðina, og voru þau yfir um 100 þúsund ær.
Arið 1992 náðist að skrá skýrsluhaldsupplýsingar um 85 þúsund ær, og