Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 73
fram í Bændahöllinni 16. til 17. desember. Voru þetta 11. og 12. fundur
nefndarinnar. Fjölmörg mál hlutu afgreiðslu á nefndarfundunum, en þar
sem þau tengjast öll hinum ýmsu þáttum starfsins, er ekki ástæða til að
rekja dagskrá nefndarfundanna sérstaklega hér. Starfið í Hrossaræktarnefnd
gekk vel þetta árið.
Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins. Hrossaræktamefnd er
stjómamefnd Stofnverndarsjóðs. Sjóðurinn stendur nú mjög vel, en um
áramótin 1993 - 1994 voru u.þ.b. 23.000.000 króna í sjóðnum. Á árinu
1993 barst aðeins ein umsókn um framlag úr sjóðnum. Var hún frá
Hrossaræktarsambandi Suðurlands og Hrossaræktarsambandi A.-Skafta-
fellssýslu til kaupa á sex vetra stóðhesti, sem sýnist vera á vissan hátt
álitlegur, sonur Flosa frá Brunnum, sem Homfirðingar áttu, en er nú
fallinn. Stóðhestur þessi heitir Kópur frá Mykjunesi (87186628). Að venju,
ef á annað borð er um hæfa hesta að ræóa, var veittur 20% styrkur og 20%
lán vegna kaupanna eða alls kr. 400.000.-
Á árinu var reglugerð Stofnvemdarsjóðs enn breytt, og var sú breyting
rædd á Búnaðarþingi 1993 (mál nr. 11), og vitna ég til umfjöllunar minnar
um það mál í síðustu starfsskýrslu. Reglugerðarbreytingin var gefin út
þann 19. apríl 1993, en nú, þegar þetta er ritað, hefur landbúnaðarráðherra
ekki enn gefið út verðskrá í samræmi við 1. gr. reglugerðarbreytingarinnar.
Félag hrossabænda hefur aftur á móti upp á sitt eindæmi sett verðskrá, sem
hefur verið notuð, og þessa málsmeðferð hefur Hrossaræktamefnd
gagnrýnt.
Fagráð í hrossarækt. Þann 9. september var haldinn stofnfundur
Fagráðs í hrossarækt. Stofnun Fagráðsins á sér töluverðan aðdraganda, sem
telja má í árum, en hinn markvissi undirbúningur stofnunarinnar hófst með
fundi, sem haldinn var í Bændahöllinni 29. janúar 1993. Fundarboðendur
voru Búnaðarfélag Islands og Félag hrossabænda, og til fundarins voru
boðaðir fjölmargir aðilar, stofnanir og félagasamtök, sem til greina gátu
komið að starfa í fagráði. Félag hrossabænda lagði þegar á fyrsta fundi
fram tillögur að skipan og um samþykktir Fagráðsins, sem t.d. Búnaðar-
félag Islands gat ekki fallist á. Ákveðið var að skipa starfsnefnd, sem ætti
að koma saman tillögum aó skipan og starfsreglum fyrir fagráð, sent eining
gæti orðið um. í þessari nefnd áttu sæti: Einar E. Gíslason frá Félagi
hrossabænda, Guðmundur Sigurðsson frá Hrossaræktarsambandi Islands,
Jón Bjamason frá Bændaskólunum og Guðmundur Jónsson (Sigurður
Þórhallsson varamaður mætti á fundi) frá Landssambandi hestamanna-
félaga auk undinitaðs, sem sat í undirbúningsnefndinni fyrir hönd
Búnaðarfélags íslands. Undirbúningsnefndin hélt tvo reglulega fundi auk
þess sem einstakir nefndarmenn ræddust oftlega við um einstök atriði í
sambandi við verk þetta. Eining náðist um ákveðnar tillögur, sem stjórnir
stofnana og samtaka, er í hlut áttu, samþykktu, og efnt var til stofnfundar
67