Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 70
vottorðagerð öðru starfi í skýrsluhaldi búgreinarinnar er nú komið á skrió. í
samræmi við samþykkt Búnaðarþings 1993 (mál nr. 43) sagði stjóm
Búnaðarfélags íslands fyrmefndu samkomulagi upp þann 15. september
síðastliðinn, enda er okkur ekkert að vanbúnaði að starfa í samræmi vió
fyrmefnda samþykkt.
Tilhögun frostmerkinga var með hliðstæðu sniði árið 1993 og var árið
áður, og vitna ég til síðustu starfsskýrslu minnar um þau mál.
A árinu var lítillega unnið að málum tengdum örmerkingum og blóð-
flokkun undaneldishrossa, fylgdist ég með því og átti ágætan fund þann 3.
febrúar með aðilum, er hug hafa á að hefja DNA-greiningu hér á landi.
DNA-greiningin mun leysa hefðbundna blóðflokkun af hólmi, er fram líða
stundir.
Kynbótcimat (BLUP). Kynbótamat Búnaðarfélags Islands fyrir undan-
eldishross árið 1993 var reiknað út í mars mánuði að yfirfömum dómum
ársins 1992. Aó því loknu voru dómseðlar sendir út fyrir sýningarhrossin
1992 og helstu niðurstöðumar birtar í Hrossarœktinni 1992. Heildamiður-
stöðumar voru síðan settar inn í gagnavörslukerfið Feng. I gegnum
fjartengingu geta ráðunautar búnaðarsambandanna síðan náð upplýsingum
úr kerfinu til aö miðla út til hrossaræktenda auk þess sem afar miklar
upplýsingar úr kynbótamatinu koma fram í búsbókum hrossaræktenda.
Oll verk í tengslum við kynbótamat undaneldishrossa gengu með ágætum
á árinu, og fór sem mig grunaði, að nýju forritin, sem tekin voru í notkun
seint á árinu 1992 til að reikna út kynbótamat undaneldishrossa, myndu
skipta sköpum, en þessi forrit voru sérstaklega kynnt í starfsskýrslu minni í
fyrra. Þau eru fljótvirk og auðveld í notkun, þau ráða og við mun meira
gagnamagn og gefa miklu fyllri niðurstöður en hin gömlu. Það var verulegur
meðbyr á árinu í þessum þætti starfsins úti á meðal hrossaræktenda. Kom
það m.a. berlega í ljós á almennum fræðslufundum, sem ég mætti á í mars
og apríl. Fundirnir voru alls sjö, flestir á Noróurlandi eóa fimm, en auk þess
einn á Vesturlandi og annar á Suðurlandi. A fundunum fjallaöi ég fyrst og
fremst um nýja kynbótamatið, en önnur málefni hrossaræktarinnar voru
tekin til umræðu eftirefnum og ástæðum hverju sinni.
Kynbótamatið var tvívegis reiknað út á árinu auk aðalútreikningsins,
sem um hefur verið getió. Kynbótamatið, sem notað var við verólauna-
veitingu stóðhesta með afkvæmum á fjórðungsmótinu á Vindheimamelum,
var reiknað út strax að aflokinni forskoðun fyrir mótió og var fullbúió viku
af júní. Að afloknum dómum ársins var nýtt kynbótamat reiknað út í
september mánuði, en að því loknu var ráðist í einn af síðustu stór-
áföngunum við skráningu dóma vegna kynbótamatsins. Var það skráning á
dómum frá árunum áóur en fæóingamúmerakerfið var tekið upp, þ.e. 1986
og fyrr. Var þar um að ræða dóma á kynbótahrossum, sem ekki náðu
ættbókarfærslu á sínum tíma, og dóma á geldingum, sem dæmdir voru
64