Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 72
Ég fylgdist með umræóum á Búnaðarþingi eftir föngum og mætti á
nokkra nefndarfundi í búfjárræktamefnd, enda voru ýmis mál tengd
hrossaræktinni á dagskrá þingsins. Er þeirra getið hér í starfsskýrslunni
svona eftir efnum og ástæðum.
Landssamband hestamannafélaga hélt ársþing sitt í Varmahlíð í
Skagafirði 29. til 30. október. Sat ég þingið og flutti þinginu kveðju
Búnaðarfélags Islands, en hvorki formaður stjómar Búnaðarfélagsins né
búnaðarmálastjóri gátu setið þingið. Engin mál viðvíkjandi hrossarækt lágu
fyrir, en töluverð umræða skapaðist eigi að síður í kynbótanefnd þingsins.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands íslands var haldinn á Hvanneyri
þann 6. nóvember. Flutti ég þar tvö yfirlitserindi, annað um sýningahald og
skýrsluhald í hrossarækt og hitt um alþjóðlega fræóafundinn, sem fyrr var
getið.
Aðalfundur Félags hrossabænda var haldinn í Bændahöllinni 11.
nóvember, og sat ég hann. Þann 12. nóvember var síðan haldinn fyrsti
samráðsfundurinn á vegum Fagráðs í hrossarækt, og mun ég gera honum
fyllri skil hér aftar í starfsskýrslunni.
Þann 16. maí sat ég aðalfund Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og
Þingeyinga, þar sem ég ræddi starf leiðbeiningaþjónustunnar við
aðalfundarfulltrúa.
Þann 6. apríl mætti ég á fund landbúnaðamefndar Alþingis, en nefndin
var þá að fjalla um framvarp til laga um breytingu á lögum um útflutning
hrossa nr. 64/1958, með síðari breytingum, 260. mál 116. löggjafarþings
(mál nr. 17 á Búnaðarþingi 1993). Nú, síðari hluta ársins, vann ég síðan
lítillega með Sveinbimi Eyjólfssyni, deildarstjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu, að drögum að nýjum lögum um útflutning hrossa.
A árinu mætti ég á nokkra almenna fræóslufundi með hestafólki, og
hefur þeirra þegar verið getið hér aó framan.
Hrossarœktarnefnd Búnaðarfélags íslands. Skipan Hrossaræktar-
nefndar er óbreytt frá fyrra ári, og er nefndin nú þannig skipuð: Úr hópi
bænda: Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili, Þórir Isólfsson, Lækjamóti,
og Skúli O. Kristjónsson, Svignaskarði. Til vara: Kjartan Georgsson,
Olafsvöllum, Jón Bergsson, Ketilsstöðum, og Sigbjöm Bjömsson,
Lundum. Úr hópi ráðunauta: Víkingur Gunnarsson fyrir búnaðarsamböndin
á Norðurlandi, Guðmundur Sigurðsson, Búnaðarsambandi Borgarfjarðar,
og Jón Vilmundarson, Búnaðarsambandi Suðurlands. Til vara: Jón Finnur
Hansson, Búnaðarsambandi A.-Skaftfellinga og víðar, Brynjólfur
Sæmundsson, Búnaðarsambandi Strandamanna og Stefán Skaftason,
Búnaðarsambandi S.-Þingeyinga. Formaður er Kristinn Hugason, en vara-
formaóur og ritari Þorkell Bjarnason.
Hrossaræktamefnd kom tvisvar saman til fundar þetta árið. Vorfundur
fór fram í Bændahöllinni og í Gunnarsholti 3. til 4. maí, og haustfundur fór
66