Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 45
í janúar fór fram ársuppgjör fyrir árið 1992. Gerðar voru upp skýrslur
fyrir 875 bú, og er það nokkuð veruleg fjölgun skýrslubúa frá fyrri árum,
og á skýrslu komu fleiri kýr en dæmi eru um áður eða samtals 26410 kýr,
en reiknaðar árskýr voru samtals 19515, en hreyfanleiki var mikill í
kúastofninum á árinu, m.a. vegna aukinnar kröfu um júgurheilbrigði
(frumutala sem þáttur í verðlagningu). Nú mun láta mjög nærri, að 2/3
hlutar mjólkurframleiðslunnar komi frá búum með skýrsluhald. Þó að hér
sé um verulega aukna þátttöku að ræða frá því, sem verið hefur, vantar
mikið á, aó hún sé næg. í nálægum löndum, sem eðlilegt er aó bera sig
saman við, er litið á þátttöku í þessu starfi sem mælikvarða á faglegan styrk
framleiðslunnar. Þar er þátttaka í þessu starfi um og yfir 80%, og þá
viðmiðun veróum við að horfa á.
Meðalafurðir árið 1992 voru 4108 kg af mjólk eftir hverja reiknaða árskú
og fituprósenta 4,14% og prótein 3,39%. Kjamfóðumotkun, þar sem hún er
skráð, reyndist 483 kg fyrir hverja árskú. Afurðir í kg mjólkur eru heldur
nrinni en á árinu 1991, en fituprósenta nokkru hærri og próteinprósenta
örlitlu hærri. Enn dregur hins vegar úr kjamfóðumotkun, og er hún í raun
að verða með ólíkindum lítil miðað við afurðir. A þróun síðustu ára eru
samt vafalítið þær tvær meginskýringar, að bændur hafa náð gífurlegum
árangri í að bæta gróffóðrið á síðustu árum og kúastofninn í fjósum bænda
verður að upplagi betri vegna ræktunarstarfsins með hverju ári.
Mestar meðalafurðir á einu búi árið 1992 voru hjá Viðari Þorsteinssyni í
Brakanda í Hörgárdal, en hjá honum skiluðu 26 árskýr að meðaltali 6264
kg af mjólk, en á þessu búi er kjamfóðumotkun aðeins 532 kg fyrir hverja
árskú, en þetta bú er löngu landsþekkt fyrir einstaka nýtingu gróffóðurs.
Það, senr einnig er ástæða að nefna, er, að á þessu búi var árið 1992 að
finna fjórar af tíu afurðahæstu kúm á landinu, og afurðahæsta kýr landsins
varjrar, Gæfa 171, sem mjólkaói 10190 kg af mjólk á árinu 1992.
A árinu 1993 hefur framkvæmd skýrsluhaldsins verið með reglulegum
hætti. Aðeins hefur miðað með að auka þátttöku í starfinu, þó að ekki hafi
þar náðst hliðstæður árangur og árið 1992. Um mitl ár var sent til allra
skýrsluhaldara form fyrir skráningu vegna júgurbólgu, sem vonandi verður
fyrsta skref í almennri sjúkdómaskráningu, en ljóst er, að þeim þætti þarf
að veita aukna áherslu á næstu árum. Öllum mjólkurframleióendum, sem
standa utan skýrsluhaldsins, var skrifað bréf á árinu með áskorun um að
endurskoða afstöðu sína til þessa þáttar án þess, að mikill árangur þess hafi
enn sést.
Eins og nefnt er í starfsskýrslu síðasta árs, þá var á árinu hafin vinna við
hugbúnað fyrir kúabændur að frumkvæði L.K. með styrk úr Þróunarsjóði
nautgriparæktarinnar. Gunnar Jacobsen hjá Hugbúnaðargerðinni hefur
annast þessa vinnu, en ég hef veitt faglega leiðsögn í þessu verki. I lok
ársins 1993 bárust fyrstu skýrslur, sem skráðar eru beint hjá framleiðendum
39