Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 131
fræ þaðan vegna eðlismunar á stofnum melgresisins eftir uppruna,
sérstaklega með tilliti til hinna miklu verkefna, sem bíða í Þingeyjar-
sýslunum.
Mikið samstarf um landgræðslu var á árinu við Vegagerð ríkisins,
Landsvirkjun, bæjar- og sveitarfélög og síðast, en ekki síst, við bændur
landsins. Því miður hafa þau fyrirheit um landgræðslustörf bænda, sem
gefin voru í Bókun VI í búvörusamningnum ekki ræst nema að því leyti, að
teknar voru af framkvæmdalið Landgæðslu ríkisins tuttugu milljónir til
þessara verkefna. I bókuninni var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna
fjárveitingu á sex árum til landgræðslu- og skógræktarstarfa bænda til
viðbótar við fjárveitingar hlutaðeigandi stofnana. Tuttugu milljónirnar hafa
þó nýst afar vel, því að u.þ.b. eitt hundrað og tuttugu bændur tóku formlega
þátt í heimalandaverkefnum, þar sem bændur græða upp sín heimalönd til
að hlífa afréttum. Auk þess vinna tugir bænda á einn eða annan hátt að
landgræðslu í beinu samstarfi við Landgræðsluna. I þeirri neikvæðu
fjölmiðlaumræðu, sem nú ríkir, vill það því miður gleymast, að hundruðir
bænda vinna í kyrrþey gífurlegt ræktunar- og uppgræðslustarf. Það þykir
miklu fréttnæmara, þegar fáir, harðskeyttir einstaklingar sjá sig knúna til að
ganga lengra í nýtingu gróðurs en gróðurvemdaraðilar telja æskilegt.
Venjubundið viðhald fór fram á nær eitt hundrað landgræðslugirðingum
um land allt. Af þeim eru nú 23 rafgirðingar. Reynsla okkar af þeim er, að
þær eru mun ódýrari í uppsetningu og viðhaldi en þær hefðbundnu. Þar
sem gengið er rétt frá þeim strax í byrjun, þá veita rafgirðingar einnig mun
betri vörslu. Starfsmönnum Landgræðslunnar sýnist hins vegar, að víða um
landið séu rafgirðingar einkaaðila ekki í góðu lagi, og er það miður, því að
fyrirhöfnin og kostnaðurinn er sá sami, hvort sem rétt er að uppsetningu
þein a staðið eða ekki.
Vegna fjárskorts var lítið unnið að fyrirhleðslum árið 1993 nema við
Markarfljót. Kostnaðaráætlunin fyrir það verk eitt var hærri en fjárveiting
til fyrirhleðslna á öllu landinu. Það verður nánast ekkert unnt að gera á
þessu sviði á árinu, sem nú er að hefjast, vegna skulda á nokkrum eldri
verkefnum.
í starfsskýrslu Stefáns H. Sigfússonar er gerð nánari grein fyrir
landgræðslufluginu, sem því miður heldur áfram aó dragast saman jafnt og
þétt eins og fjárveitingamar til landgræðslu.
Meó aukinni fræðslu og kynningu á afar óhagstæðri stöðu á gróður-
reikningi landsmanna hefur það færst í vöxt, að ýmsir þjóðfélagshópar
leggi sitt af mörkum til að varðveita og endurheimta landgæði. Atak í
landgræðslu undir forystu Árna Gestssonar ruddi brautina fyrir nokkrum
árum. Nú er þaó Olís, sem er stórtækast, og er framlag þeirra um 10
milljónir króna árlega. Fjölmargir aðrir aðilar leggja einnig fram drjúgan
skerf til landgræðslu bæði í fjármunum og verki.
125