Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 87
námskeiói um bleikjueldi, sem haldió var á Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal í mars og var samvinnuverkefni Búnaðarfélagsins, Bænda-
skólans, Fagráðs bleikjuframleiðenda og Veiðimálastofnunar. í ágúst
mánuði hélt ég síðan erindi á tveimur fundum í Strandasýslu, öðrum á
Borðeyri og hinum á Klúku í Bjamarfirði. I október flutti ég erindi á
námstefnu, sem Amaldur Bjamason stóð fyrir á Isafirði.
í maí lok tók ég síðan á móti skoskum eldismönnum, sem áhuga höfðu á
að kynna sér, hvemig við höfum staðið að uppbyggingu á bleikjueldi hér á
landi. Þessari heimsókn fylgdu nokkur ferðalög, m.a. heimsóknir í eldis-
stöðvar.
í sumarbyrjun fór búnaðarmálastjóri þess á leit við mig, að ég tæki að
mér auk minna hefðbundnu starfa aó leiðbeina veiðibændum bæði um
ræktun áa og vatna og meðferð aflans. Að loknum viðræðum við félag
veiðibænda.Vatnafang hf., varð það úr, að Búnaðarfélagið tók að sér í
samvinnu við Vatnafang að leiðbeina um nýtingu vatna og meðferð á afla.
Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, var fenginn í þetta verk í samvinnu við mig
og undir minni umsjón. Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti styrk til
verksins, og vil ég hér með þakka stjóm sjóósins kærlega fyrir veittan
stuðning. Þessu verkefni fylgdu nokkur ferðalög, sem ekki hafði verið gert
ráð fyrir.
Ég sat ráðunautafund, og einnig fylgdist ég með Búnaðarþingi eins og
kostur var. Einnig sótti ég fund Rannsóknaráðs ríkisins um fiskeldi, sem
haldinn var á Akureyri. Ég var síðan skipaður í ráðunautafundamefnd 1994.
í ágúst mánuði (haustmánuði) fór ég til Þrándheims í Noregi, og sat ég
þar ráðstefnuna „Fish Farming Technology“ og síðar fiskeldissýninguna
AQUANOR ásamt ráðstefnum. Vil ég hér með þakka stjóm Búnaðar-
félagsins kærlega fyrir að gera mér ferðina mögulega.
Síðar um haustið var mér boðið að koma til Kanada og halda þar erindi
á aðalfundi kanadísku eldissamtakana, sem haldinn var í Charlottenborg á
Prince Edward Island. Hélt ég þar erindi um íslenskt bleikjueldi og reynslu
okkar. Einnig ferðaðist ég um og skoðaði bleikju- og regnbogasilungs-
stöðvar. Það var greinilegt, að það sem mesta athygli vakti af því, sem ég
hafði að segja, var, hvemig við höfum staðið að uppbyggingu bleikju-
eldisins hér á landi, lagt áherslu á rannsóknir, kynbætur, markaðsmál og
nána samvinnu framleiðenda, leiðbeinenda og vísindamanna í þróun
bleikjueldis sem atvinnugreinar.
Á undanfömum árum hef ég reynt á ferðum mínum að heimsækja flestar
fiskeldisstöðvar á landinu, og á síðasta ári heimsótti ég nokkrar stöðvar,
bæði til að leiðbeina samkvæmt beiðnum, en einnig til aó viðhalda
persónulegu sambandi við framleiðendur í greininni. Þó ber að taka fram,
að vegna anna náðist ekki að heimsækja allar þær stöðvar, sem ég hafði
ætlað mér.
81