Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 161
2. í frumvarpinu er gengið langt í því að fá ráðherra í hendur allt vald með
því, að lögin skuli aðeins vera rammalög. Þetta var gagnrýnt harðlega í
umsögn 1992, enda gengið miklu lengra en nágrannaþjóðir gera. Mikil
hætta liggur í því, að ráðherrar, sem koma og fara, geti breytt reglum
sitt á hvað eftir eigin hugmyndum og breytilegra þrýstihópa.
Nauðsynlegt er, að reglur um, hvað má og má ekki í umgengni við
dýraríkið breytist sem minnst og sjaldnast, þannig að almenningur hafi
slíkt á tilfinningunni.
3. Full ástæða er til, að starf veiöistjóra sé bundið við upphaflegan tilgang,
sem sé þann að stjóma fækkun dýra, sem valda tjóni, og veita leið-
beiningar og aðstoð við það.
Engin sjáanleg ástæða er til að breyta því starfi í rannsóknarstofnun,
enda slíkar fyrir hendi og ástæðulaust að dreifa starfskröftum og fjár-
magni meira en þarf. I starfi veiðistjóra kæmi þekking á veiðum og
íslenzku dýralífi að mestum notum ásamt getu til skipulagningar og
verkstjómar. Háskólapróf í náttúmvísindum skiptir minna máli, og ætti
ekki að vera skilyrði fyrir veitingu í starfið. Á engan hátt má taka þá
ábendingu sem gagnrýni á núverandi veiðistjóra.
4. Varla á að þurfa að rökstyðja, hvers vegna það er óeðlilegt og ósann-
gjamt að selja bændum leyfi til að nýta afurðir bújarða sinna eða
hneppa þá í skriffinnskuþrældóm við það. Engin er hæfari til að meta,
hve langt má ganga við að nýta afurðir villtra dýra á bújörð en bóndinn
þar. Stundi hann veiðar annars staðar, ber honum auðvitað að sæta
sömu reglum og aðrir. Hitt skal viðurkennt, að æskilegt kann að vera að
fylgjast með, hve mikið er veitt af villtum dýmm árlega, og ákvæði
væm í lögum eitthvað á þessa leið varðandi bændur.
Auk veiðikorta handa skotveiðimönnum og öðmm geti bændur á hlunn-
indajörðum fengið án endurgjalds veiðikort (hlunnindakort), er veiti
þeim heimild til að nýta hlunnindi sín með þeim hætti, sem tíðkazt
hefur, svo og til að verjast tjóni af völdum villtra dýra. Slík kort gildi í
fimm ár.
5. Varðandi ref og mink hefur orðið breyting til bóta á fmmvarpinu, en
varðandi minkinn er það vissulega álitamál, hvort ríkið eigi ekki að
bera allan kostnað af því að halda honum í skefjum í lífríki landsins, og
helzt að útrýma honum, ef hægt væri.
6. Varðandi 16. gr. fmmvarpsins um sel og selveiðar skal einungis vísað
til ályktunar Búnaðarþings 1992, enda þar allrækilega um málið fjallað.
Sú afstaða, sem þar kemur fram, er óbreytt. Ennfremur má benda á um-
sagnir og mótmæli frá Samtökum selabænda.
9. Sums staðar hagar þannig til, að sauðfé leitar heim af afrétti fyrr en
æskilegt er, verði það fyrir styggð frá skotveiðimönnum. Á öðmm stöð-
155