Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 148
SKÝRINGAR
1. Bændahöllin:
Stjómir Búnaóarfélags Islands og Stéttarsambands bænda stofnuóu í
ágúst 1993 sérstakt hlutafélag, Hótel Sögu h.f., sem annast rekstur
hótelsins og keypti Bændahöllina að undanskilinni þriöju hæð bygg-
ingarinnar og þeim hluta annarrar hæðar, sem Búnaðarfélag íslands
hefur til afnota. Hinn seldi hluti er 87,92% af allri fasteigninni, en
12,08% er óskipt sameign Búnaðarfélags Islands, sem á 2/3 hluta, og
Stéttarsambands bænda, sem á 1/3. Hlutafélagið Hótel Saga, sem er að
2/3 í eigu Búnaðarfélags Islands og 1/3 í eigu Stéttarsambands bænda,
tók til starfa 1. sept. 1993.
2. Utistandandi kröfur:
Lagt er í afskriftarsjóð v. útistandandi krafna á árinu kr. 1.650.000.
Áður hafði verið lagt til hliðar í þessu skyni kr. 100.000 og kr. 800.000
vegna Freys. Afskriftasjóðurinn er því nú orðinn kr. 2.550.000. Sú fjár-
hæð er færð til lækkunar á útistandandi kröfum.
3. Lagt er í þróunarsjóð vegna forritagerðar í Búbót kr. 1.650.000. Fjár-
hæöin er færð skuldamegin í efnahagsreikning til tekjufærslu á móti
kostnaói af þeirri þróunarvinnu, sem nú er ólokið, en tekna hefur verið
aflað til.
4. Af framlögum Framleiðnisjóðs er tekið upp geymslufé vegna þessara
verkefna: vegna silungsstangaveiðiverkefnis kr. 42.100, vegna mark-
aðssetningar bleikju kr. 170.000, vegna Fjárvíss kr. 240.000 og vegna
sölvaverkefnis kr. 50.000 eða samtals kr. 502.100.
Fjárhæóin er færð skuldamegin í efnahagsreikningi til tekjufærslu síðar
á móti kostnaði, er síðar fellur til.
5. Sameiginlegur kostnaður, kostnaður við stjóm og skrifstofu, er skipt
þannig, að 5% er færð á félagslega starfsemi, en 95% á leiðbeininga-
þjónustu.
Reykjavík, 1. mars 1994
Gunnar Hólmsteinsson
(sign.)
142