Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 252
Rannsóknarefni og aðferðir.
Alls voru keyptir 37 kálfar í tilraunina af bændum á Suðurlandi. Af þeim
voru 32 notaðir í tilraunina. I töflu 1 eru upplýsingar um uppruna, kyn og
fæðingardag. Meðalfæðingardagur blendinganna var 5/11 1958, en
íslendingarnir voru rúmlega viku yngri. Meðalfæðingardagur þeirra var
13/11. Kálfunum var skipt í 2 flokka eftir uppruna, A og B. 16 kálfar voru í
hvorum flokki, jafnmargir af hvoru kyni. í flokki A voru kálfar undan
Galloway blendingnum Gretti frá Gunnarsholti sem var talinn sem næst að
hálfu Galloway og voru kálfarnir undan honum því að einum fjórða
Galloway og að þremur fjórðu íslenskir. Grettir var notaður um tíma í
Laugardælum veturinn 1957-58 og voru kýr í Laugardælum og nágrenni
sæddar með honum. Var hann eingöngu notaður á Sæðingarstöðinni til þess
að fá snemmbæra kálfa í þessa tilraun sem þá var fyrirhuguð. 1 flokki B
voru jafnaldrar af íslensku kyni undan kúm á sama svæði. Kálfarnir voru
teknir í tilraunina nýfæddir. Fyrsta veturinn voru kálfarnir hafðir lausir í
rúmgóðum stíum og voru 8 kálfar í hverri. Þeir voru fóðraðir sameiginlega.
Blendingarnir og íslensku kálfarnir voru hafðir aðskildir. Var það gert með
það fyrir augum að hægt væri að vigta heyið í þá. Nautkálfarnir voru allir
tangargeltir 4 mánaða og tókst það með ágætum.
Tafla 1. Upplýsingar um uppruna tilraunakálfa.
Islendingar.
Nr. Faðir. Móðir. Frá. Kyn. Fæð. dagur.
10 Kolur S228 Bytta Laugardælum, Hraung. hr Naut 28/10/58
11 Glói SI77 Von Laugardælum, Hraung. hr Naut 31/10/58
15 Blettur S158 ? . Austurkoti, Hraung. hr Kvíga 07/11/58
16 ? ? Ur Tungunum Kvíga 31/10/58
19 Skjöldur Skjalda Hraungerði, Hraung. hr Naut 06/11/58
20 ? ? Stóra-Ármóti, Hraung. hr Kvíga 09/11/58
22 ? Bæla Litla-Ármóti, Hraung. hr Naut 09/11/58
23 Hryggur Búbót Miðdal, Laugardal Naut 06/11/58
24 Hryggur Lind Miðdal, Laugardal Naut 08/11/58
26 Glói S177 Dimma Uppsölum, Hraung. hr Kvíga 13/11/58
27 ? ? Hæli, Gnúpverjahr Naut 14/11/58
29 Holti S181 Skjalda Laugardælunt, Hraung. hr Kvíga 19/11/58
31 Bleikur S247 Bauga Laugardælum, Hraung. hr Naut 21/1 1/58
32 Fölskvi Flóra Laugardælunt, Hraung. hr Kvíga 23/11/58
33 Blettur S158 Gýgja Bollastöðum, Hraung. hr Kvíga 21/11/58
35 Fölskvi Nr. 100 Laugardælum, Hraung. hr Kvíga 25/12/58
246