Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 22
Grænlenskir sauðfjárræktarnemar
Búnaðarfélagið annaðist sem fyrr vistun grænlenskra sauðfjámema.
Fjórir nemar komu í byrjun nóvember 1992 og luku dvöl sinni í október
1993, utan einn, sem yfirgaf landið nokkru fyrr.
Þrír nýir nemar komu svo í byrjun nóvember, og dveljast þeir í Leirhöfn,
á Ytra-Alandi og Gunnarsstöðum.
Eiríkur Helgason hafði umsjón með nemunum og annaðist alla fyrir-
greiðslu þessara mála í samráði við undirritaðan.
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
Búnaðarfélag íslands á aðild að Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins og
greiðir 7,5% af áætluðum kostnaði við þá starfsemi, þeim hluta, sem borinn
er uppi af aðilum.
Starfsemin hefur aukist allverulega að undanförnu, og eru nú starfsmenn
hennar fjórir, eftir að starfsemi Markaðsnefndar landbúnaðarins fluttist til
hennar.
Forstöðumaður Upplýsingaþjónustunnar er Helga Guðrún Jónasdóttir,
en fulltrúar: Borghildur Siguróarsdóttir, Bryndís Kjartansdóttir og Þór-
hallur Arason, sem sér um markaössviðið.
Forfallaþjónusta
ForfaUaþjónustu í sveitum var starfrækt með svipuðu sniði og áður eftir
þeim lögum, sem tóku gildi 1992. Stjóm hennar skipa: Gunnar Sæmunds-
son tilnefndur af BI, Sigurgeir Hreinsson, tilnefndur af Stéttarsambandi
bænda, og Ágúst Gíslason, tilnefndur af búnaðarsamböndunum. Gunnar
Hólmsteinsson, skrifstofustjóri, og Þorbjörg Oddgeirsdóttir, gjaldkeri,
höfðu umsjón með forfallaþjónustunni hjá BI.
Stóðhestastöð
Búnaðarfélag íslands sér um fjárhag og rekstur Stóðhestastöðvar ríkisins
í Gunnarsholti í umboði stjómar hennar. Hinn faglegi þáttur er í höndum
hrossaræktarráðunauta og Hrossaræktamefndar, en yfirumsjón á staðnum
er í höndum Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, formanns stjórnar.
Engar byggingaframkvæmdir voru á árinu, en beðið er færis á að reisa
skemmu vió hesthús stöðvarinnar, sem bæði gæti þjónað sem hlaða,
geymsla og tamningaraðstaða.
Eiríkur Guðmundsson var áfram stöðvarstjóri og Þórður Þorgeirsson,
tamningamaður, með honum frá áramótum og til vors. Nánar er greint frá
starfsemi stöðvarinnar í ritinu Hrossarcektinni og starfsskýrslu Þorkels
Bjamasonar.
16
j