Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 14
Breytingar á búvörulögum vegna fjölþjóðasamninga voru mikið til
umræðu á árinu. Undir lok vorþings var lagt fram frumvarp til laga til
breytinga á búvörulögum (nr. 46 27. júní 1985), þar sem lagðar voru til
breytingar á 55 gr. laganna, sem fjallar um heimildir til innflutnings búvara.
Stjórn BÍ fjallaði ýtarlega um málið á tveimur fundum 15. og 20. apríl.
Upplýsinga var leitað hjá landbúnaðarráðuneyti, Framleiðsluráði, einstök-
um ráðunautum, og haft var náið samráð við stjórn Stéttarsambands bænda
um tillögur til breytinga, og greinargerð, sem send var frá síðari fundinum.
Tillögur bændasamtakanna voru teknar aó mestu til greina við afgreiðslu
landbúnaðamefndar á málinu. Málið fékkst hins vegar ekki afgreitt á
Alþingi vegna mismunandi afstöðu stjómarflokkanna, og var engin
breyting gerð á lögunum. Það leiddi svo til mjög haróra deilna um
innflutning á búvörum, sem stóðu allan síðari hluta ársins. Þar var um það
deilt, hver hefói forræði fyrir málum varðandi innflutning búvara, er
framleiddar eru í landinu: landbúnaðarráðherra, fjármálaráóherra eða
utanríkisráóherra.
Undir lok haustþings var svo lagt fram frumvarp til laga um viðauka við
búvörulög, þar sem forræði þessara mála var falið landbúnaðanáðherra, en
þó skert með rétti viðskipta- og fjármálaráðherra til íhlutunar um meóferð
einstakra mála. Þetta frumvarp kom ekki til umsagnar Stéttarsambands
bænda eða Búnaóarfélags Islands, en færi gafst til að mótmæla við landbún-
aðamefnd. Formenn félaganna sendu forsætisráðherra bréf 13. desember
meö mótmælum við því, að ekki skyldi haft samráð við bændasamtökin við
endanlegan frágang tilboðs Islands í GATT viðræðunum og, að þá skyldi
vera horfið frá magntakmörkunum á innflutningi búvara.
Viðrœður á milli stjórna B/ og SB um hugsanlega sameiningu samtakanna
hófust eftir, að svohljóðandi ályktun frá stjóm Stéttarsambands bænda barst
með bréfi dags. 14. júní inn á fund stjómar BI hinn sama dag:
„Stjórn Stéttarsambands bænda samþykkir að leita eftir viðræóum
við stjóm Búnaðarfélags íslands um möguleika á samruna þessara
samtaka með það fyrir augum að efla samstöðu bændastéttarinnar og
félagslegan styrk, bæta þjónustu og draga úr kostnaði".
Stjórn BI afgreiddi erindi SB með eftirfarandi bókun:
„Tekió var fyrir bréf Stéttarsambands bænda með ályktun
stjómarfundar sem haldinn var 11. þ.m. Oskað er eftir viðræðum við
BI um möguleika á aó sameina BI og Stéttarsamband bænda. Stjórn
BI fellst á að kannaðir verði kostir þess og hugsanlegur sparnaóur við
aó sameina Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda. Lagt er
til að haldinn verói sameiginlegur fundur stjómanna þar sem
hugmyndir manna varóandi þessi mál verói kynntar".
I samræmi við þetta áttu stjórnimar sameiginlegan fund hinn 21. júlí, þar
sem menn urðu sammmála um, aó hvor stjóm tilnefndi þrjá menn til
8