Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 158
skyldu Vegagerðar ríkisins til að loka vegunum fyrir búfé og setja sem
markmið að ljúka því á næstu árum með fjölfömustu vegunum. Vísar
Búnaðarþing til margra samþykkta sinna frá undanfömum ámm, sem að
þessu lúta, þ.á.m. í ályktun um fmmvarp til vegalaga 1993.
GREINA RGERÐ:
I fmmvarpi þessu er hreyft vandamáli, sem vissulega er þarft að taka á,
því að slys og tjón á fólki, fénaði og ökutækjum vegna búfjár á vegum eru
algeng, og við þeim þarf að spoma.
I upphafsmálsgrein fmmvarpsins er ákvæði, sem leggur alla ábyrgó á
herðar bænda um að vama stórgripum að komast á þjóðvegi. Sú kvöð er
fjarri því að vera réttlát, og getur Búnaðarþing engan veginn á hana fallizt.
Við bóndanum horfir þetta þannig, að um land hans, þar sem áður, jafnvel
til skamms tíma og langt fram á bílaöld, lá alfaraleið, sem engum stóð háski
af, er nú kominn vegur, sem notaður er sem hraóbraut og á er umferð, sem
búfé hans stafar hætta af. Hann hefur þurft að láta af hendi dávæna
landspildu undir veginn, oft verðmæti til ræktunar túns eða haga, gjaman á
láglendi, í dalbotni eða á strönd. Eflaust hefur hann sjálfur not af þessum
vegi, en því fjölfamari sem vegur er, því minna hlutfall em þau þó af
heildamotum af veginum. Honum þykir því vera bætt gráu ofan á svart með
því, að þess sé þar á ofan krafizt, að hann beri kostnað og fyrirhöfn af því
að verja skepnur sínar fyrir þessari nýju og hraðari umferð og jafnvel verja
umferðina fyrir þeim.
Frá hans hálfu er þaó því eðlileg krafa, að veghaldarinn, sem veldur
þessu breytta umhverfi (og gerir það í þágu alþjóðar, því að til þess eru
vegir lagðir), beri einn kostnað af þeim umferðaröryggisráðstöfunum, sem
hér þarf. Það verður hann að gera með því að reisa girðingar (sem halda
öllu búfé) og haida þeim við.
Oft er því borið við, jafnvel þótt viðurkennd séu þau réttlætisrök, sem
hér em sett fram, að þetta verkefni sé vegagerðinni fjárhagslega ofviða, og
vissulega er það dýrt, jafnvel þótt aðeins sé miðað við fjölfömustu vegina
sem skammtímamarkmið. En raunar sýnir þetta svar bezt, hve þungur sá
baggi er, sem lagður yrði á bændur og þá fyrst og fremst þann hluta þeirra,
sem býr við fjölfömustu vegina, ef frumvarp þetta yrði samþykkt.
Því tekur Búnaðarþing undir það, sem er kjami frumvarpsins, að verja
þarf þjóðvegina fyrir búfé og búféð fyrir umferðinni. Búnaðarþing setur
hins vegar fram þá eindregnu skoðun, að þá skyldu eigi að leggja á Vega-
gerð ríkisins í vegalögum og giröingarlögum, en ekki búfjárhaldslögum.
Um tryggingamál í þessu sambandi er hér ekki fjallað, en þar er verulegt
athugunarefni fyrir Búnaðarþing og ýmsa aðra.
152