Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 56
Búfjárræktarsambands Evrópu, Búnaöarfélags íslands og Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins. Var ég ritari undirbúningsnefndar og ráóstefnu-
stjóri, flutti eitt erindi og var meðhöfundur annars (sjá ritskrá). Efnió
verður gefið út í sérriti hjá Elsevier útgáfufyrirtækinu í Hollandi, og er ég
formaóur ritnefndarinnar (sjá starfsskýrslu Kristins Hugasonar). I byrjun
september sat ég ágæta ráðstefnu um umhverfisvænan og lífrænan
landbúnað í Vík í Mýrdal, og um miðjan mánuðinn aðstoðaði ég við
„réttastemningu" á fjölskylduskemmtun á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Þar
var fjölmenni, og bömin sýndu hestum og kindum mikinn áhuga. Um
miðjan nóvember flutti ég erindi um beit og vörslu hrossa á fyrsta
samráðsfundi Fagráðs í hrossarækt í Hótel Sögu (sjá ritskrá). Skömmu
síóar og aftur í lok desember sat ég fundi í Bændahöllinni og landbúnaðar-
ráðuneytinu vegna undirbúnings útflutnings á umhverfisvænu kjöti til
Bandaríkjanna. Skömmu fyrir jól sat ég fund um umhverfismál og
landbúnað á Keldnaholti, og í Bændahöllinni var ég á fundi vegna undir-
búnings hrossaræktardagskrár á Ráðunautafundi 1994, þar sem kynnt
verður það markverðasta frá alþjóðlega fræðafundinum í ágúst 1993, sem
áður var vikið að. Svo sem áður kom fram, fór ég tvisvar til útlanda á árinu
og flutti erindi í þeim ferðum báðum. I St. John's á Nýfundnalandi flutti ég
tvö erindi á vegum Búfjárræktarfélags Kanada, hið fyrra um nýtingu
fiskmjöls og annarra sjávamytja við búfjárframleiðslu hér á landi, en hið
síðara um viðhorf íslensku bændastéttarinnar til GATT samninganna (sjá
ritskrá). Þá flutti ég erindi um íslenskan landbúnað meó áherslu á
sauðfjárrækt á tveim fundum meó fjárbændum og öðrum áhugafólki,
annars vegar í Whitbourne austarlega á Nýfundnalandi og hins vegar í
Corner Brook við vesturströndina. Oll var þessi feró gagnleg og ánægjuleg,
og vísa ég til greina um hana í Frey (sjá ritskrá). Því má við bæta, aö ég
flutti erindi um Nýfundnalandsferðina á seminarfundi á Keldnaholti í lok
september. I seinni utanlandsferðinni flutti ég erindi á Hamri í Noregi um
breytingar á landnýtingu á Islandi með sérstöku tilliti til jarðvegs- og
gróðurvemdar. Fræðafundur þessi, sem var haldinn á vegum Norræna
búfræðifélagsins (NJF), fjallaði um leióir til að gera landbúnað
umhverfisvænni. Þama leiddu einkum saman hesta sína jarðræktarmenn og
hagfræðingar með góðum árangri. Frá Islandi voru á fundinum auk mín
þau dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Magnús Oskarsson (Bænda-
skólanum á Hvanneyri) og dr. Guðni Þorvaldsson (Rannsóknastofnun
landbúnaðarins). Það er ánægjulegt, hve íslenskur landbúnaóur hefur mikla
möguleika til að framleiða vistvænar og lífrænar afurðir. A árinu 1993
komst fyrst skriður á umræður um þau mál, m.a. á Ráðunautafundi. Það er
mikið fagnaðarefni, og vísbendingar og jafnvel góðar vonir eru um nýja
erlenda markaði fyrir hágæðaafurðir svo sem dilkakjöt.
Geitfjárrœkl. Asettar geitur haustió 1992 voru samtals 348 samkvæmt
50