Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 225
Umhverfismála- og framleiðslustefna, eins og lögð eru drög að í
meðfylgjandi ályktun, mun hafa áhrif á fjölmarga þætti, er snerta landbúnað
og framleiðslu búvara. Sem dæmi má nefna, að hún mun auka vitund
þeirra, sem starfa við framleiðslu matvæla, fyrir mikilvægi hráefnisgæða og
vandaðra framleiðsluhátta. Hún eykur á fjölbreytni atvinnulífsins og styrkir
skynsamlega byggðaþróun. Möguleikar til landkynningar og ferðaþjónustu
munu aukast og gefa ferðamönnum meiri ánægju af heimsókn til landsins.
Stefnan er umhverfisvæn, því að ekki er hægt að framleiða hollar afurðir
nema í hreinu, ómenguðu umhverfi. Samkeppnisstaða landbúnaðarins mun
styrkjast og þar nteð íslenskt atvinnulíf. Við mótun og framkvæmd slíkrar
stefnu verður að leggja áherslu á að nýta þá þekkingu, sem byggsl hefur
upp í landinu með rannsóknum og þróunarstarfi innlendra stofnana ásamt
þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru varðandi menntun og ráðgjöf.
Nú er unnið að gerð reglugerðar um lífrænan (organic) landbúnað á
vegum landbúnaðarráðuneytisins.
Á 4. þingfundi, sem haldinn var 27. ágúst kl. 9:00 og stóð í klukkustund,
var lokið afgreiðslu mála. Var þá komið að þingslitum. Áður en þau fóru
fram, tóku tveir þingfulltrúar og búnaðarmálastjóri lil máls. Það, sem hér er
birt úr ræðum þeirra, er að mestu leyti byggt á gjörðabók þingsins, flest svo
til orðrétt.
Jón Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og óskaði hinum nýju samtökum
allra heilla um leið og hann rifjaði upp minningar frá eldri þingum, en hann
sagðist nú mundu hætta störfum á þessum vettvangi eftir tíu ára setu á
Búnaðarþingi og kveddi því þingið.
Þá tók til máls Egill Jónsson og ræddi um hin nýju samtök og minntist
.,hins forna og góða félags, Búnaðarfélags Islands". Hann kvaðst þess
fullviss, að hér væri verið að stíga gæfuspor. Þá gat hann áratuga selu
sinnará Búnaðarþingi.
Nú tók til máls Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, og rifjaði upp sögu
Búnaðarfélags Islands. Hann þakkaði fulltrúum Búnaðarþings gott samstarf
fyrir hönd starfsfólks Búnaðarfélags Islands sem og stjórn þess og
sameiningarnefnd fyrir velvilja og starfsöryggi. Hann sagði, að starfsfólk
Búnaðarfélags Islands hefði unnið félaginu og íslenskum landbúnaði af
trúmennsku og óvenjulegum dugnaði. Búnaðarmálastjóri sagði, að Bún-
aðarfélag Islands hefði verið bændum afar mikilvægt. Hann þakkaði Bún-
aðarþingi fyrir ákaflega gott samstarf og starfsfólki Félagsheimilisins í
Arnesi og hreppsnefnd Gnúpverja fyrir góða aðhlynningu og gestrisni.
Nú tók Jón Helgason, forseti þingsins, til máls. Hann þakkaði gott
samstarf við þetta Búnaðarþing sem og önnur á liðnum árum. Hel'ði þetta
þing verið kvatt santan til ákveðinna verkefna, og kvaðsl hann vona, að
þessi breyting, sem fram undan væri á skipun mála, yrði til góðs.
219