Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 135
Búnaðarþing 1994
Samkvæmt kvaðningu stjómar Búnaðarfélags íslands, dags. 24. nóvemb-
er 1993, kom Búnaðarþing saman til fundar í Bændahöllinni í Reykjavík,
mánudaginn 28. febrúar 1994 kl. 10:00.
Frá þingsetningarfundi hefur ritari Búnaðarþings skráð eftirfarandi í
gjörðabók þess:
I. „Forseti þingsins, Jón Helgason, setti þingið, bauð velkominn forseta
íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, viðstadda ráðherra, þingfulltrúa og aðra
gesti.
í ávarpi sínu vék forseti að þeim breytingum, sem íslenskur landbúnaður
stendur frammi fyrir og sagði, að með nýgerðum fríverslunarsamningum
mundu innflutningsgjöld og innlend rekstrarskilyrði móta stöðu búvöru-
framleióslunnar. Ekki lægi ljóst fyrir, hvemig stjómvöld ætluðu að bregðast
við þeim málum. Einkum væri staöa garðyrkjunnar uggvænleg,- Landbún-
aðurinn verður að fá eins langan tíma og nokkur kostur er til að aðlaga sig
breyttum aðstæðum, sagði ræðumaður. Bændastéttin verður að treysta á
sjálfa sig og samheldni sína enn um langt skeið.
Þá vék ræðumaður að samþykktum bændafunda og viðræðum um sam-
einingu Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda og viðræðum við
landbúnaðarráðherra um þau atriói, sem snerta ríkisvaldið. Viðræðunefndin
hefði talið nauðsynlegt að gera drög að samþykktum fyrir sameiginleg sam-
tök. Stjómir beggja samtakanna hefðu fjallað um málið og yrði það lagt fyrir
Búnaðarþing, sem mundi taka afstöðu til þess. Yrði niðurstaða þess jákvæð,
mundi málið verða borið undir bændur í almennri atkvæðagreiðslu.
Ræðumaður kvað Búnaðarþing verða að taka hina alvarlegu stöðu bænda
til umræðu. Hann sagði, að þröngsýnir hagsmunahópar hefðu að undan-
fömu haldið uppi rógi um íslenskan landbúnað og við því yröi að bregðast,
en einnig yrði að halda því á lofti, sem vel væri gert, t.d. framtaki mat-
reióslumanna í að kynna gæði íslenskra landbúnaðarafurða. Mikilvægt
væri, að stjómvöld skilji þarfir landbúnaðarins.
n. Því næst gaf forseti Halldóri Blöndal, landbúnaðarráðherra, orðið.
Ræða hans var löng og ítarleg og aðeins að litlu leyti unnt að rekja hana hér.
129