Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 55
fallþungi dilka var víða með besta móti. í lok júlí var ég leiðsögumaður
með hópi forystumanna bændasamtaka í Evrópu, sem fór í kynnisferð um
Suðurland á björtum og fögrum degi, og um miðjan ágúst var ég aftur á
ferð á þeim slóðum með hópi þátttakenda á alþjóðlegum fræðafundi um
hrossarækt. I báðum tilvikum rómuðu gestirnir náttúrufegurðina og sýndu
landbúnaði okkar mikinn áhuga. I seinni hluta ágúst fór ég í fyrirlestra- og
kynnisferð til Nýfundnalands, og í byrjun desember sat ég fræðafund í
Noregi, sem síðar verður vikið að. Allan kostnað vegna fyrri utanlands-
ferðarinnar og verulegan hluta kostnaðar vegna þeirrar síðari greiddu
erlendir aðilar. Tvisvar á árinu, í maí og október, sat ég nefndarfundi í
Mývatnssveit vegna gróðurverndar- og landgræðslumála.
Fundir og ráöstefnur. Að venju var töiuvert um fundarsetur auk
framangreindra nefndarstarfa, m.a. vegna ýmissa fræðslu- og umræðufunda
í sambandi við landnýtingu, sauðfjárrækt, umhverfismál o.fl. Ég sat
Ráðunautafund Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins, tók þátt í fundarstjóm, aðstoðaði við undirbúning dagskrár um
umhverfismál og landbúnað og flutti þar erindi (sjá ritskrá). Þá fylgdist ég
með umræðum á Búnaðarþingi eftir föngum, mætti þar á nokkrum
nefndarfundum til skrafs og ráðagerða og aðstoðaði búfjárræktamefnd
þingsins. Seint í janúar sat ég fróðlegan fræðslu- og umræðufund um
lúpínu í Borgartúni 6, þar sem m.a. var varað við skipulagslausri útbreiðslu
hennar, og í lok þess mánaðar mætti ég á fundi í Kópavogi hjá Samtökum
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rætt var um búfjárhald. Um
það leyti var mér boðið að sitja 65 ára afmælisfagnað Fjáreigendafélags
Reykjavíkur, sem jafnframt var þorrablót, og flutti ég þar stutt ávarp (sjá
ritskrá). í tengslum við Ráóunautafund 1993, snemma í febrúar, var farið í
Gunnarsholt, þar sem kynnt var starfsemi og nýr húsakostur Landgræðslu
ríkisins fyrir fræðslu og rannsóknir. Snemma í febrúar flutti ég erindi á
aðalfundi Félags íslenskra búfræðikandídata í Bændahöllinni um sauðfjár-
rækt í Bretlandi (sjá tilvísun í ritskrá um kynnisferð ráðunauta og fleiri til
Englands 1992). Um sumarmál flutti ég erindi um beitarmál, uppgræðslu
og sauðfjárrækt á sameiginlegum fundi Fjáreigendafélags Reykjavíkur og
Sauðfjáreigendafélags Kópavogs, og í lok apríl sat ég framhaldsstofnfund
Félags bænda í lífrænni ræktun: Verndun og ra-ktun (VOR). í byrjun maí
var ég viðstaddur kynningu nýrrar gróðurmyndar af Islandi, sem Land-
mælingar íslands hafa gefið út í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. I seinni hluta maí var ég dagstund við
prófdæmingu aðalverkefna í Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. I
byrjun júlí sat ég fund um hrossabeitarmál á skrifstofu Kjalarneshrepps, og
seint í þeim mánuði flutti ég erindi um beitarmál og búfjárhald hjá
Rótarýklúbbi Reykjavíkur í Hótel Sögu. Um miðjan ágúst sat ég alþjóð-
legan fræöafund um hrossarækt í Hótel Sögu, sem haldinn var á vegum
49