Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 111
Sala bókarinnar var því töluvert meiri en áður, og vænti ég þess, að
bændur njóti í auknum mæli góðs af þessu átaki í kynningu silungs-
veiðisvæða.
Frœðslumál. Ég á sæti í Fræðsluráði ferðaþjónustu, sem skipað er af
menntamálaráðherra og er ætlað að fjalla um fræðslumál í ferðaþjónustu.
Reglulegir fundir eru haldnir í nefndinni, og á árinu skilaði hún ályktun
um, að menntun leiðsögumanna verði flutt formlega frá samgöngu-
ráöuneyti til menntamálaráðuneytis.
í fræðslumálum ferðaþjónustubænda gerðist harla lítið á árinu, en
samkvæmt lögum Félags ferðaþjónustubænda skulu nýir aðilar fá og
stunda bréfanám í ferðaþjónustu. Því miður hafa menn sýnt þessu lítinn
áhuga, og að mínu mati hefur málinu ekki verið fylgt eftir sem skyldi.
Ferðalög. í ferðaþjónustu er mikilvægt að fylgjast með því, sem er að
gerast í kringum okkur í sambandi við ferðaþjónustu, en breytingar eru örar
í þessari grein. Einnig eru kröfur fólks frá mismunandi löndum breytilegar
og mikilvægt aö þekkja þær. A árinu fékk ég tækifæri til þess að fara til
Ítalíu og kynnast þeim kröfum, sem Italir gera til þjónustu á ferðum sínum
erlendis. Einnig fór ég til Frakklands, þar sem ég m.a. skoðaði sýningu, þar
sem áhersla var lögð á ævintýraferðir, og í Bretlandi skoðaði ég mjög stóra
ferðasýningu, World Travel Market, en þar eru ferðamöguleikar um allan
heim kynntir. í Bretlandi gafst mér einnig tækifæri til þess að kynna mér
aðstöðuna á nokkrum ferðaþjónustubæjum.
Hin svokallaða Vest Norden ferðakaupstefna var að þessu sinni haldin í
Grænlandi, og fór ég þangað. Um er að ræða samvinnu Islendinga,
Grænlendinga og Færeyinga við að kynna ferðamöguleika landa sinna.
Kaupstefnan er haldin ti! skiptis á íslandi og Grænlandi eða Færeyjum.
Ráðstefnur og fundir. Á Ráðunautafundi í febrúar hélt ég erindi og
fylgdist með eins og tími leyfði.
I tengslum við stangveiði sat ég og hélt erindi á ráðstefnu á Hólum í
Hjaltadal í apríl, þar sem fjallað var um nýtingu stöðuvatna í víðu
samhengi.
Aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónustu bænda hf.
voru haldnir á Hrollaugsstöðum í Suðursveit í mars. Þessa fundi sat ég sem
og flesta stjórnarfundi þessara félaga.
Að auki sat ég ýntsa kynningarfundi sem áheyrandi.
Lokaorð. Ég hef hér leitast við að skýra frá þeim þáttum í ferðaþjónustu
á vegum bænda, sem þyngst hafa vegið í mínu starfi. Sem fyrr hef ég mína
starfsaðstöðu á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda og mikla samvinnu við
starfsfólk þar.
105