Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 20
Formaður sótti eftirtalda fundi og ráóstefnur utanlands: fulltrúaráðsfund
FNV (samband um fullorðinsfræðslu) í Osló 15.-16. maí, forsætisnefndar-
fund NBC í Kaupmannahöfn 18.-19. maí, aðalfund Norges Bondelag í
Ullensvang í Harðangri 22.-25. júní, þing Norrænu bændasamtakanna
(NBC) í Rebild Bakker í Danmörku 30. júlí - 5. ágúst og fulltrúafund og
ráðstefnu FNV í Helsinki 16.-19. september.
Af ferðalögum og fundarsetum formanns og undirritaðs innanlands má
nefna: formaður og undirritaður mættu á 100 ára afmælishátíð Búnaöar-
félags Villingaholtshrepps 21. mars, og ávarpaði formaður samkomuna.
Báðir sóttu þeir 150 ára afmælisfagnað Búnaðarfélags Gnúpverja 5. júní,
og flutti formaður þar ávarp. Báðir sóttu þeir aðalfund Búnaðarsambands
Vestfjarða í Orlygshöfn 26.-27. júní, og flutti formaður þar ávarp á hátíðar-
samkomu jafnframt því, sem hann afhenti þeim Guðmundi Inga Kristjáns-
syni, skáldi og bónda á Kirkjubóli, og Friðbert Péturssyni, bónda í Botni,
skjöl til staðfestu kjörs þeirra sem heiðursfélaga BI. Báðir sátu þeir
aðalfund Bsb. Suóurlands 29. apríl.
Formaður, Oskar Isfeld Sigurðsson og undirritaður heimsóttu bleikju-
eldisbændur á Fljótsdalshéraði og áttu fund meó fulltrúum Bsb. Austur-
lands og verkefnisstjóm bleikjueldistilrauna á Egilsstöðum 11. maí. For-
maður og undirritaður sátu aðalfund Stéttarsambands bænda á Hvanneyri,
sem haldinn var 26.-28. ágúst, formaður ávarpaði fundinn. Hann sótti
einnig aðalfund Landssambands sauðfjárbænda á Hvanneyri 23. september
og flutti þar ávarp. Undirritaður sótti aðalfund Skógræktarfélags íslands,
sem haldinn var á Húsavík 27.-29. september.
Formaður og undirritaður sóttu aóalfund Landvemdar, sem haldinn var í
Vestmannaeyjum 25.-27. september, og báðir sátu þeir Náttúruvemdarþing
í Reykjavík 29.-30. október.
Formaöur sótti fjórðungsmót hestamannafélaga á Vindheimamelum 4.
júlí og flutti þar ávarp. Hann sótti fund í Vík í Mýrdal 2. september á
vegum átaksverkefnisins Mýrdalur lífrœnt samfélag, þar sem fram-
kvæmdastjóri alþjóðasamtaka um lífræna ræktun ílutti erindi. I framhaldi
af því beitti formaður sér fyrir því, að myndaður var starfshópur bænda-
samtakanna ofl. um athugun á möguleikum lífrænnar ræktunar og
vistvænnar framleiðslu. Sá hópur hefur starfað síðan um miðjan október
undir forystu Amalds Bjamasonar, atvinnumálafulltrúa Stéttarsambands
bænda, í samvinnu við Baldvin Jónsson, fjölmiðlamann, sem nú hefur
verið ráðinn starfsmaður hópsins í þrjá mánuði.
Undirritaóur og Gunnar Sæmundsson áttu fund með stjóm Bsb.
Eyjafjarðar 21. júní til að ræða samskipti BI og búnaðarsambandsins. Þá
sótti undirritaður aðalfund Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri 5.
nóvember, þar sem minnst var 90 ára afmælis félagsins, og flutti þar ávarp
í kvöldhófi. Undirritaður sat stofnfund Fagráðs í hrossarœkt, sem haldinn
14