Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 79
best reknu svínabúa í landinu á þessum tíma. Á árinu 1980 útbjó ég
skýrslueyðublöð fyrir svínabændur, en því miður var lítill áhugi hjá þeim
að nota þessi eyðublöð, þar sem flestir töldu, að rekstur svínabúanna væri í
ágætu lagi. Með tilkomu skýrsluhalds og þess árangurs, sem varð af
afkvæmarannsókninni á svínabúi Kristins Sveinssonar, opnuðust augu
flestra svínaræktenda fyrir þörfinni á umbótum í íslenskri svínarækt. Þrátt
fyrir það, að ég væri margbúinn að sýna fram á, að ekki væri hægt að reka
svínabú á hagkvæman hátt án skýrsluhalds, voru einungis 8-10 svína-
bændur, sem notfærðu sér þessi skýrslueyðublöð, en llestir þeirra eru nú
með best reknu svínabúin í dag og telja, að ekki sé hægt að stunda
svínarækt á hagkvæmari hátt án skýrsluhalds.
Á árunum 1984-1988 mældi ég 2-3 þúsund sláturgrísi í sláturhúsum víðs
vegar um land og sendi viðkomandi svínabændum niðurstöður þessara
mælinga. Aðaláherslan var lögó á að minnka fitusöfnun sláturgrísanna, en
það er tiltölulega auðvelt, þar sem arfgengi fitumála er mjög hátt eða 0,50-
0,60. Niðurstöður þessara mælinga ásamt niðurstöðum afkvæmarannsókna
og kjötrannsókna frá árunum 1980-1983 voru notaðar við gerð nýs
kjötmats, sem öðlaðist gildi 1. september 1988. Óhætt er aó fullyrða, að
mikill árangur hafi náðst með þessum mælingum, því að í stað þess að
heyra neytendur kvarta um, að íslenska svínakjötið væri of feitt miðað við
svínakjöt erlendis, var æ algengara að heyra neytendur fullyrða, að íslenska
svínakjötið væri síst of feitt og jafnvel bragðbetra en svínakjöt erlendis.
Þessu til staðfestingar er hér vitnað í grein eftir Agnar Guónason,
fyrrverandi ráðunaut, í búnaðarblaðinu Frey 1990, nr. 10 bls. 397, en þar
stendur:
„Svínabændum hefur tekist að ná svo góðum tökum á framleiðslunni, á
svo ótrúlega skömmum tíma, að það nálgast kraftaverk miðað við þann
svínastofn sem til er í landinu.
Svínakjöt hefur batnað svo mikið á seinni árum, að það telst til
undantekninga ef fólk fær ekki gott svínakjöt. Hér áður fyrr, eða aðeins
fyrir um 5 árum, var það mjög tilviljanakennt hvernig gæði svínakjöts
voru.
Ég hefi heyrt fjölda manns halda því fram að nú væri íslenskt svínakjöt
mun betra heldur en það sem fengist erlendis.“
Einnig er rétt að vekja athygli á, að í neytendakönnun, sem gerð var hér
á landi haustið 1989, töldu aðspurðir, að svínakjötið fullnægi best
gæðakröfum af öllum kjöttegundum, sem um var spurt. Þessi viðbrögð
munu hafa komið mörgum á óvart (Neytendablaðió, 4. tbl. 1989).
Yfirlit yfir afkvæmarannsóknir, sem ég hef gert í svínarækt, fer hér á
eftir:
1. Afkvæmarannsókn á svínabúinu Hamri 1980-1983, alls 7393 grísir.
2. Afkvæmarannsókn 1989 á fjórum svínabúum, alls 413 grísir.
73