Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 228
I bókinni „Forsög til en Beskrivelse over Fær0erne“ eftir séra J. Landt er
út kom í Kaupmannahöfn árið 1800 er látið að því Iiggja að bráðapest hafi
borisl til Færeyja með kynbótafé frá Islandi á fyrri hluta 17. aldar. Þetta er
þó allt nokkuð óljóst.
Þorvaldur Thoroddsen telur að bráðapest hafi ekki farið að stinga sér
niður hér á landi fyrr en um miðja 18. öldina, en á 19. öldinni hafi veikin
magnast ákaflega og útbreiðst smátt og smátt um allt land að kalla, og
gerði víða stórtjón með köflum.
I þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að á síðari hluta 18. aldar varð
sauðfjárræktin fyrir hverju stóráfallinu á fætur öðru. Fyrst komu um miðja
öldina nokkur ísár í röð með horfelli vegna fóðurskorts, síðan Kötlugos
með sandfalli víða um land, þá gaus upp fjárkláðinn eða fjárbólan, sem
breiddist óðlluga út um nær helming landsins og í kjölfarið ljárskipti í öll-
um kláðasveitum, nær helming landsins, á árunum 1772-1779. Loks tóku
svo við Móðuharðindin 1783-1784 og afleiðingar þeirra þar sem talið var
að um 75% af sauðfé landsins hafi fallið. Þegar allar þessar hremmingar
dundu yfir er sennilegt að tjón af völdum bráðapestar hafi nokkuð fallið í
skuggann af þessum hrikalegu náttúruhamförum.
Magnús Stephensen, dómstjóri, lýsir bráðapest í bók sinni: „ Beretning
om de vigtigste husdyr i Island“ sem kom út í Kaupmannahöfn 1808 og
virðist sjúkdómurinn þá vera þekktur víða um land.
Frá þessum tíma er þó einna ítarlegust lýsing á bráðapest í samantekt
séra Guttorms Pálssonar, Hólmum við Reyðartjörð, árið 1815, en prestur
missti á árunum 1807-1814 allt að 100 fjár úr pestinni. Lýsing Guttorms er
raunar svör við 28 spurningum sem yfirvöld lögðu fyrir hann, þar sem
pestin hafði valdið svo miklum skaða í búi hans, og hann því gagnkunnug-
ur veikinni.
Rentukammerið í Kaupmannahöfn sendi síðan þessa skýrslu Guttorms
til forstöðumanns dýralæknaskólans í Kaupmannahöfn, prófessors Erik Vi-
borg, með ósk um að hann semdi leiðbeiningar og varnar- og læknisráð
gegn bráðapestinni. Prófessor Viborg svaraði Rentukammerinu árið 1816.
Þar lætur hann í Ijós þá skoðun að bráðapest sé í eðli sínu af svipuðum toga
og miltisbruni, þó ekki sinitandi í eiginlegum skilningi, heldur staðbundin
þar sem veðurfar og aðbúð sauðfjár sé nteð sérstökum hætti.
Til varnar bráðapestinni vill hann að lögð sé áhersla á betri fóðrun,
stærri og loftbetri fjárhús. Þegar pestin kemur upp ætti að taka vænstu
kindurnar úr hjörðinni, taka þeim blóð, láta saltsteina liggja í jötunni hjá
þeim, og láta grös með beisku bragði í netpoka handa kindunum að narta í.
Forðast ætti að hleypa fé á hrímfallna jörð, og forðast að nota pestarkindur
til inanneldis. Lækningu telur E. Viborg vonlausa vegna þess hve pestin er
bráðdrepandi.
222