Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 103
1992. Húsið var hannað, boðið út og byggt undir umsjón Framkvæmda-
sýslu ríkisins. Við Magnús hjá B.B.Í. sáum um gerð allra uppdrátta og
útboðsgagna. Þetta var mjög tímafrekt verk, en að sama skapi lærdómsríkt.
Ekki veit ég á þessari stundu annaó en vel hafi tekist til um hönnun og
byggingu umrædds tilraunafjárhúss.
Einangrunarstöð fyrir svín var byggð á árinu í Hrísey, Eyjafirði. 1992
gerðum við hjá BBÍ uppdrátt af slíku húsi fyrir Svínaræktarfélag íslands.
Húsið var nær fullhannað og búið að gera kostnaðaráætlun. Svo fór þó, að
Svínaræktarfélagið breytti sínum áætlunum þannig, að hægt var að hafa
húsið minna og um leið ódýrara. Undirritaður gerði séruppdrætti af burðar-
þoli, frárennslis-, vatns- og hitalögnum. Einnig gerðum við verklýsingu og
magnskrá. Sjálfstætt haughús var byggt í nágrenni svínahússins.
Unniö var þó nokkuð á árinu við íbúðar- og feróaþjónustuhús. Við
Staðarskálann í Hrútafirði er verið aó breyta gömlu svínahúsi í hótel, sem
nefnt er Staðarflöt. Eg hefi verið ráðgjafi við þessa byggingu aðallega í
sambandi við burðarþol. Þessu verki mínu lauk á árinu. Að Brekkulæk,
Ytri-Torfustaðahreppi, er verið að reisa íbúðar- og ferðamannaþjónustuhús.
Ég hefi séð um buróarþolshönnun og fleira í húsið, og lauk því verki einnig
á árinu. Undirritaður hannaði burðarvirki og lagnakerfi í tvö venjuleg
íbúðarhús í sveitum á árinu. Hugsanlegt væri að auka þennan þátt í starfinu
á næstunni.
í gegnum tíðina hefur burðarþolshönnun í fjós verið stór þáttur í starfi
mínu. Á síðasta ári var svo komið, að fjöldi verkefna tengd fjósum var
fallinn í u.þ.b. 'A af því, sem þau voru 1991. Þó hlýtur þessi þáttur
starfseminnar að aukast fljótlega, ef mjólkurframleiðslan verður svipuð og
á undanfömum árum. Varlega áætlað verður þá þörf fyrir að byggja fjós
yfir um 500 kýr árlega, og er þá reiknað með, að fjósin endist aó meðaltali
í 50 ár.
Nokkuð var um ferðalög á árinu eins og jafnan áður, og reyndum við
Magnús að skoða væntanlega byggingarstaði svo og í nokkrum mæli staði,
þar sem framkvæmdir voru í gangi. Heilir ferðadagar voru 11 á árinu og 3
hálfir. Heimsóttir voru um 45 staðir.
Agra/?/<?/:-landbúnaðarsýningin danska er haldin í Heming á Jótlandi ár
hvert. Við Magnús sóttum þessa sýningu 27.-31. jan. Undirritaður hafði
ekki komið þangað áður, og var þetta lærdómsrík og góð ferð.
18. feb. var haldið námskeið, hinn svo kallaði „Timburdagur", hér í
Reykjavík. Eins og nafnið bendir til, var fjallað um timbur frá mörgum
sjónarhomum, en það er eitt aðalbyggingarefnið í dag, eins og það hefur
verið í gegnum tíðina, og hefur hlutur þess heldur farið vaxandi m.a. með
notkun límtrés í byggingar.
19. og 20. apríl var haldið námskeið að Hvanneyri í Borgarfirði, eitt af
röð margra, sem fjallaði um viðhald á útihúsum. Undirritaður flutti erindi
97