Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 33
benda nú til, að af einhverju slíku verktakastarfi geti orðið. Ásamt þessu
eru hugmyndir í gangi um einhvers konar rekaviðarsamlag, slíkt er þó enn
á algjöru byrjunarstigi.
Reynt hefur verið að koma áfram hugmyndum um að nýta lakari hluta
rekans betur með því aó kurla það efni, en slíkt efni er auðvitað upplagt í
brennslu, en einnig ofan á trjábeð og í göngustíga á útivistarsvæðum, svo
að dæmi séu nefnd. Eg hef útvegað nokkrum rekabændum upplýsingar um
þessi mál.
Viðmióunarverð á girðingarstaurum úr rekavið var ákveðið kr. 160 á
hvem 180 cm staur. Miðað er við verð heima hjá bónda og án vsk. Þetta er
þriðja árið í röð, sem þessi viðmiðun er óbreytt. Þótt gild ástæða væri til að
hækka þessa viðmiðun, og þó að ýmsir nái að selja á hærra verði, þá eru
þeir það margir, sem selja á mun lægra verði, að tæpast er raunhæft að
hækka viðmiðunarverðið um sinn.
Söl. Um nokkurt skeið hafa söl verið söluvara á íslenskum neytenda-
markaði, og vitað er, að þeina er víða neytt erlendis. Möguleikar til
sölvatekju eru hér miklir, oj> ekki er vafi á, að af þeim gætu margir haft
drjúgar tekjur í framtíðinni. Á undanförnu ári hef ég reynt að vekja á þessu
athygli, m.a. heimsótt bændur og kannað magn og aðstæður og leiðbeint
um öflun og verkun, en fjölmargir, sem ekki hafa áður verkað söl, hafa sýnt
málinu áhuga. Eg hef sent sýni til kynningar til margra landa, og nokkrir
aðilar eru að kanna sölumöguleika erlendis. Á s.l. hausti komst ég í
samband við kaupanda í Bandaríkjunum. Eftir bréfaskipti og eftir að hafa
fengið sýni, keypti hann nokkurt magn héðan á verði, sem er það hæsta,
sem ég hef heyrt um erlendis til þessa og er um 70-80% af því verði, sem
fengist hefur innanlands. Bændur hafa verið allánægðir með
innanlandsverðið. Ef útflutningur á að verða álitlegur, er undirstöðuatriði,
að fram fari rannsóknir á hollustu og hreinleika sölvanna ásamt því að
kanna heppilegasta nýtingartíma á hverjum stað. Slíkt kostar mikið fé, og
hef ég lagt drög að því, að Rannsóknastofnun landbúnaðarins sjái um
rannsóknaþáttinn, sem fram fer á efnarannsóknastofnun, ef til þess fæst fé,
og undirritaður sjái um vettvangsferðir, ef nokkur kostur er.
Fjallagrös. Um þau má segja margt það sama og sölin. Þau hafa þó
verið flutt út um skeið í allmiklum mæli, aðallega af Heimi Þór Gíslasyni á
Höfn, og hefur hann tjáð undirrituðum, að hann gæti bætt við sig og tekið
vió fjallagrösum af bændum Þá er hafin á vegum Iðntæknistofnunar og
fleiri aðila móttaka á fjallagrösum hér innanlands.
Silungsverkefni. Samstarfsnefnd um silungsverkefni hélt áfram störfum
allt s.l. ár, og var það þriðja starfsár nefndarinnar, en hún mun ljúka
störfum á árinu 1994. Eins og áður er markmiðið með starfinu að efla
silungsstangveiði í vötnum. Á s.l. ári stóð nefndin að útgáfu vandaðs
kynningarbæklings, Fjölskyldan og silungsveiðin, sem er 8 blaðsíður aó
27