Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 47
Oflun á kvígukálfum fyrir kjamann hefur gengið hægar en ráð var fyrir
gert í upphafi, en samt hillir undir, að hann nái tilskilinni stærð. Fyrsta
kvígan úr þessum hópi bar nú í desember. Frekari greinargerð um starf-
semina er að finna í Nautgriparæktinni.
Holdanautin í Hrísey. Engin skipuleg ræktunarstarfsemi hefur verið í
gangi í Hrísey, þar sem verkefni vegna Galloway innflutnings er lokið.
L.K. mun í ársbyrjun taka að sér rekstur stöðvarinnar, en stefnt er að
innflutningi fósturvísa af nýjun holdanautakynjum frá Danmörku snemma
á þessu ári. Vegna fyrirhugaðs innflutnings var kúm í eyjunni fjölgað með
að flytja þangað íslenskar kýr, sem eiga að notast sem fóstrur, og fór ég á
síðasta ári ásamt Sigurði Sigurðarsyni um Mýrdal og Rangárvelli til að
velja kýr til þessa. Nautkálfur, sem fékkst við flutning fósturvísa úr Hrísey
í land á árinu 1991, er nú kominn til sæóistöku á Nautastöðinni á
Hvanneyri, og heitir hann Hofmann 92-500.
Nautgriparæktarnefnd. Nefndin er óbreytt að skipan frá fyrra ári, en þar
starfa auk mín Guðmundur Steindórsson, Akureyri, Jón Eiríksson, Búrfelli,
Jón Gíslason, Lundi, og Sveinn Sigurmundsson. Auk þess sitja Diðrik
Jóhannsson og Sigurmundur Guðbjömsson fundi nefndarinnar. Samkvæmt
búfjárræktarlögum er nefndin ábyrg fyrir ýmsum helstu þáttum í fram-
kvæmd ræktunarstarfsins og annast val á nautum fyrir Nautastöðina og er
ábyrg fyrir endanlegum frágangi afkvæmadóma á þessum nautum. Nefndin
hélt þrjá fundi á árinu.
A fyrsta fundi nefndarinnar 3. febrúar var gengið frá afkvæmadómi
nauta úr árgangi fæddum 1986. I þessum hópi voru samtals 21 naut. Fjögur
af þessum nautum fengu nautsfeðradóm: Listi 86002 frá Reykjahlíó á
Skeiðum, Þráður 86013 frá Stóra-Ármóti, Hraungerðishreppi, Bassi 86021
frá Hólmi í Austur-Landeyjum og Þegjandi 86031 frá Búvöllum í Aóaldal.
Auk þess fengu dóm til frekari notkunar eftirtalin naut: Húfur 86001 frá
Galtarholti, Skilmannahreppi, Dammur 86009 frá Stíflu, Vestur-
Landeyjum, Kvistur 86010 frá Lyngholti, Leirársveit, Krúni 86016 frá
Ytra-Hóli, Eyjafjarðarsveit, Jaki 86017 frá Fomhólum, Fnjóskadal,
Borgfjörð 86018 frá Nýjabæ, Andakílshreppi, og Landi 86025 frá
Flagbjarnarholti, Landsveit. Öll nautin úr fyrri hópnum hafa verið mikið
notuð frá Nautastöðinni á árinu og einnig sum úr síðari hópnum. Bassi
86021 var talinn besta nautið, og var hjónunum í Hólmi veitt viðurkenning
á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands í Amesi í lok apríl.
Á fundum nefndarinnar voru nokkuð ræddar hugmyndir um möguleika á
að fá samanburð á íslenskum mjólkurkúm og erlendum nautgripakynjum,
en sá möguleiki virðist nú til staðar að fá gerðan slíkan samanburð í
Færeyjum, þar sem nú er aðeins að finna NRF (norskar, rauðar) kýr.
Nýtt kynbótamat. Mikilvægasta mál, sem féll að starfi Nautgripa-
ræktarnefndar var samt að taka upp nýtt kynbótamat í nautgriparæktinni
41