Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 18
Guðjón
Guðmunds-
son var
þriðji stofn-
andi Freys
og meðeig-
andi unz
hann lézt
1908.
Til þess að jinna þessum orðum vorum
stað, viljum við minna á það, hve mjög
undirstaða alls skynsamlegs búskapar, jarð-
rœktin, hefur verið vanrœkt. íslenzkir
bœndur hafa mestmegnis lifað á órœktaðri
jörð og orðið að treysta á hana, en út-
engjatoppar eru stopulir og beitin vill
bregðast, enda verður þar um litlu ráðið.
Lítið eða ekkert hefur verið gert til þess
að bœta fjárkynið á þann hátt, að tryggja
sér meiri og vissari arð af gripunum. Bú-
peningurinn hefur — ef til vill að undan-
teknu sauðfénu — fengið að æxlast svo að
segja eftir eigin vild, og að minnsta kosti
hafa menn litlu ráðið um það, hvort kynið
batnaði eða úrættist svo, að aðaltekju-
greinin af því yrði áburðurinn einn. Bús-
afurðirnar hafa yfirleitt verið hagtœrðar
svo, að lítið meira en hálft gagn hefwr af
þeim hlotizt.
Þvílíkt hefur ástandið verið yfirleitt,
þótt á öllum öldum hafi verið ýmsar góð-
ar undantekningar; er það fyrst á síðustu
áratugum, og þó einkum á síðustu árum,
að verulega er farið að bóla á bótum og
breytingum á búskaparlaginu; sýnist nú
8
allt benda til þess, að íslendingar séu að
hœtta „slarkarabúskapnum“, og taka upp
þann sið, að láta fyrirhyggju og forsjálni
ráða í hvívetna í stað hendingarinnar, eins
og títt er með öðrum þjóðum, þar sem
landbúnaður stendur föstum fótum, enda
var það og orðið auðsætt, að ísl. landbún-
aður var á fallanda fœti og eina vömin
gegn fallinu var gagngjörð breyting á bún-
aðarlaginu, svo að tekjumar geti orðið eins
vísar og útgjöldin. Breytingin er óðum að
ryðja sér til rúms og það í flestum grein-
um. Má hér benda á áhuga þann, sem
vakinn er og óðum eykst, um aukna jarð-
rœkt (rœktun og girðingu túna), skógar-
yrkju, kynbætur, smjörgerð (rjómabúin) og
margt fleira er allt sýnir það, að vér erum
nú loks teknir til að nota okkur að mun
reynzlu og þekkingu nágrannaþjóðanna, og
gróðursetja i ísl. jarðveg. Búnaðinum er nú
einn kostur nauðugur, að hœtta að vera
mörgum öldum á eftir tímanum, og flytja
sig um set og fylgjast með. Stökkið er
stórt og markar þýðingarmikið tima-
mót í ísl. landbúnaði.
Aldrei fremur en þegar svo stendur á,
er þeim mönnum, sem verkið eiga að vinna,
þörf á leiðbeiningum og fræðslu og hvatn-
ingu til þess að halda rétt í horfinu. Án
þekkingarinnar fer allt í mola, og vœri þá
ver farið en heima setið. Og séu menn
yfirleitt ekki einhuga og samtaka, getur
breytingin riðið þeim að fullu. Hver og
einn þarf að frœðast og frœða aðra um
allt það, er til nýbreytni heyrir, og verða
má búnaðinum til gagns í heild sinni.
Það er aðallega af þessum ástœðum, að
vér höfum ráðist í að gefa út tímarit það,
er hér birtist almenningi og hlotið hefur
nafnið „Freyr'. — Er það œtlun vor, að
,,Freyr“ skuli flytja vekjandi og fræðandi
hugvekjur um allt það, er að búnaði lýtur,
fimmtíu ára
FREYR