Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 26
Búnaðarmálablað.
Útgef. og ritstj.:
Jón H. Þorbergsson
bóndi
Bessastöðum
og
Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastjóri.
Afgreiðslumaður
og gjaldkeri:
Sveinbj. Benediktsson
ritari Búnaðarfél. Isl.
Pósthólf 131.
Árg. blaðsins kostar 5 kr.
Gjalddagi 1. júlí.
Svona var andlit Freys frá 1926—1935.
breyta þeir, nefna Frey búnaðarmálablað
og skrá sig' útgefendur og ritstjóra á titil-
blaðinu. Form ritsins var að öðru óbreytt.
Árgangurinn hefst með því, að fráfar-
andi og viðtakandi útgefendur gjöra grein
fyrir eigendaskiptunum. Fráfarendur kveðja
me'ð nokkrum vel völdum orðum og óska
viðtakendum og blaðinu velfarnaðar. Við-
takendur lýsa tilgangi sínum og fyrirætl-
unum með útgáfuna. Fer greinargerð þeirra
hér á eftir:
„Um leið og vér tökum við ritstjórn
Freys, þykir hlýða að gera nokkra grein
fyrir stefnu blaðsins. og hver tilgangur vor
sé með útgáfu þess.
Nú er mikil blaðaöld á landi hér. Stjóm-
málaflokkarnir keppast um að hafa sem
mestan blaðakost; konurnar, trúmálaflokk-
amir, sjávarútvegurinn, iðnaðurinn, kaup-
mannastéttin, samvinnufélagsskapurinn,
verkfrœðingarnir o. fl. hefur allt sín blöð
eða tímarit. Um Búnaðarmál hafa fjallað
Búnaðarritið og Freyr, og auk þess ýmsar
greinar á víð og dreif í blöðum og tímarit-
um.
Búnaðarritið flytur allt, er viðkemur
starfsemi Búnaðarfélags Islands, fundar-
gerðir frá Búnaðarþingi og aðalfundum,
reikninga félagsins, skýrslur um störf þess
og skýrslur starfsmanna þess. Þetta er nú
allt að verða fyrirferðarmikið, en auk þess
16
flytur Búnaðarritið lengri ritgerðir um
rannsóknir, leiðbeiningar, búnaðarfram-
kvœmdir og annað, sem að búnaði lýtur, og
hefur þar verið mörg þörf hugvekja. Bún-
aðarritið kemur venjulega eigi út nema
tvisvar á ári. Þar er því ekki ástceða til að
rœða ýms mál, sem sí og œ vœri þörf á, eða
að endurtaka og leiðbeina um eitt og ann-
að, sem ástœða vceri til að skrifa um.
Freyr er nú 22 ára gamall. Hann hefur
flutt margt þarflegt og gott viðvíkjandi
biinaði vorurn, og vér erum þess fullvissir,
að þœr áminningar og leiðbeiningar, sem
hann hefur gefið, hafa átt sinn þátt í þeim
umbótum og framförum, sem orðið hafa í
búnaði á síðari tímum. Siðan um aldamót
hafa orðið stórkostlegri breytingar á at-
vinnu- og athafnalífi þjóðarinnar en nokkru
sinni áður. Búnaðarhcettir vorir hafa tekið
umbótum og framleiðslan aukist, því verð-
ur eigi neitað. En framfarimar hafa verið
meiri á öðrum sviðurn, einkum sjávarút-
vegsins. Hann hefur flutt auð fjár inn í
landið, en jafnframt tekið fólkið frá sveit-
unum, sem nú flytur unnvórpum til kaup-
staðanna, svo til auðnar horfir á mörgum
stöðum, þar sem aðeins verða eftir böm og
gamalmenni. Jafnhliða þessu er að byrja ný
rœktunaralda við kauptúnin og kaupstað-
ina. Jarðræktarlögin greiða þar götu
manna, svo að kaupstaðarbúar eiga auð-
fimmtíu ára
FEEYR