Freyr - 01.01.1955, Side 27
Jón H. Þorbergsson var með-
eigandi og ritstjóri 1926—33.
Pálmi Einarsson var meðeig-
andi og ritstjóri 1927—33.
veldara með en áður að já land til rœktun-
cir. Einstakir eignamenn haja líka lagt stór-
fé i ræktun.
Allt þetta og margt jleira gerir það að
verkum, að oss virðist, að þess hafi aldrei
verið meiri þörf en nú, að til vœri málgagn,
er gœti verið einskonar spegill af búnaðar-
háttum vorum, eins og þeir eru á hverjum
tíma.
Þess vegna höfum við tekið að oss út-
gáfu Freys. Vér vœntum til þess stuðnings
allra þeirra, er hafa einlœgan áhuga á bún-
aðarmálefnum vorum. Vér viljum láta blað-
ið flytja hvetjandi og leiðbeinandi ritgerð-
ir um allt, er að umbótum horfir í búnað-
armálefnum vorum, skýra frá nýjungum, er
fram koma, segja frá ástæðum manna í
sveitunum og ræktunarumbótum þeirra,
rœða nýbýlamálið o. fl. Lesendum er og
heimilt að senda blaðinu fyrirspurnir um
eitt og annað, er þeir óska upplýsinga um
og að búnaði lýtur, og mun verða sérstakur
kafli í hverju blaði rneð þeim fyrirspurn-
um og svórum við þeim.
Vér munum ráða oss fasta fréttaritara í
hverri sýslu landsins, svo hœgt sé að hafa
gleggri hugmynd um hvernig ástœður eru
á hverjum tíma. Vér munum og fylgjast
nreð þeim búnaðarmálum, sem stjórn og
þing hefur til meðferðar, skýrslum um
verzlunar- og markaðshorfur og þjóðarhag
vorum.
Vér sjáum eigi ástœðu til að fjölyrða
þetta frekar. Vér vœntum, sem sagt, að-
stoðar allra þeirra, er unna búnaði vorum,
eigi sízt aðstandenda búnaðarfélaganna og
búnaðarsambandanna og annarra þeirra
manna, er við búnaðarmál vor fást, svo að
vér getum gert blaðið sœmilega úr garði.
ZJndir aðstoð þessara manna er það að
miklu leyti komið, hvemig oss tekst það.
Freyr er eigi, og hefur eigi verið neitt gróða-
fyrirtœki. Utgefendur hans munu vanalega
hafa borið skarðan hlut frá borði. Vér vœnt-
um eigi mikils í þeim efnum, en ef blaðið
nýtur velvildar og aðstoðar, munum vér
láta kaupendur njóta þess, reyna að gera
blaðið sem bezt úr garði, eða stœkka það,
er vér sjáum oss það fœrt.“
Næsta ár (1927) gerðust meðeigendur að
Frey þeir Pálmi Einarsson, ráðunautur og
Sveinbjörn Benediktsson. Tók Pálmi þátt
í ritstjórninni, en Sveinbjörn hafði á hendi
sérstaklega afgreiðslu blaðsins.
Með 26. árgangi (1931) hverfur Svein-
17
E R E Y R
fimmtíu ára