Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 33
HALLDÓR STEFÁNSSON:
GIRÐINGAR
Svo er talið, að á þjóðveldisöld hafi girð-
ingar um tún og önnur ræktarlönd (akra)
verið algengar, jafnvel líka um góð engja-
lönd, og á landamerkjum jarða sums stað-
ar. I þjóðveldislögunum (Grágás) og Jóns-
bók, sem við tók af þeim, eru lagaákvæði
um löggarða, hvar skylt væri að hafa, og
um gerð þeirra: „Garðar eru granna sœttir“
segir þar. Lýsir þetta snjalla orðtak því,
hvað búendur töldu girðingar nauðsynleg-
ar og mikils verðar. I landbrigðabálki Jóns-
bókar segir m.a.: Hverr maður skal löggarð
gera um töðuvöll sinn, þó eigi hafi fyrr
verið, ef svo er nœr(ri) annars landi, að
minnur er frá en CC faðma tólfrœð,
og þó að lengra sé, fyrir þá völlu alla, er
áður hefur garður verið, og svo engjar'.
Síðan koma ákvæði um það, hvernig
löggarðar skuli gerðir.
„I Grágás segir: „en lög garður er V. feta
þickr við jörð niðri en III ofan taca í öxl
manns af þrepa, þeim er gildur alnar oc
faðms havir (Grágás, konungsbók 1850, 2,
bls. 90, Staðarhólsbók 1879, bls. 451). í
Járnsíðu og Jónsbók eru sömu fyrirmæli
um þykkt garðs, en Járnsíða segir að garð-
urinn skuli vera axlarhár af þrepa, miðað
við meðalmann á hæð (Noregs gamle Love,
bls. 290), en Jónsbók segir, að hann eigi
að ná þeim í öxl er sé þrjár og hálf alin á
hæð (Norges gamle Love IV. bls. 274. Jóns-
bók Ed Ólafur Ilalldórsson, bls. 160). Aug-
Ijóst er, að hér er alltaf um sömu hæð að
ræða þótt orðalagið sé misjafnt. Birni M.
Olsen og P. Vídalín hefur reiknast til að
íslenzk lögalin á Þjóðveldistímanum hafi
verið 48.9 cm. (Vídalín) eða 49,1 (Björn)
(sbr. um hina íslenzku alin. Arb. hins ís-
lenzka forleifafélags 1910). Þeir ganga út
frá því að meðal lengd (hæð) karlmanna
hafi verið 171,2 cm (Vídalín )eða 172 cm
(Björn). Koma þessar tölur vel heim við
mælingar Steffensens á beinagrindunum í
Skeljastaðakirkjugarði. Það má því ganga
út frá því, að lögalin hafi verið um 49 cm.
Ef reiknað væri með 49 cm lögalin verða
málin á löggarði: Breidd eða þykkt ofan til
73 cm., breidd við jörð 123 cm, hæð af
23
FREYR
fimratíu ára