Freyr - 01.01.1955, Page 35
Gildleiki vírs er táknaður með
tölum eins og myndin sýnir, en
styrkleiki vex með auknum sver-
leik ef efni er jafn gott.
1 1 j
' y : !r
|it |:i *
l!1 |íj j't ;ij |!;:n!
1EI 1 ii
1 2.
II
yj
5 <« 5
« 7 8 9 10 II U
• #••••«
tún sín. Og á tímabilinu 1781—1784 náðu
123 búendur því að fá verðlaun; höfðu
þeir ldaðið samanlagt 11328 faðma. Auk
þess fengu 20 menn verðlaun fyrir girðinga-
framkvæmdir á sama tímabili frá Land-
búnaðarfélaginu danska. Má vera, að það
hafi verið nokkrir af sömu mönnum þeir,
sem sköruðu fram úr. Árið 1791 eru girð-
ingar taldar hafa verið orðnar samtals 253
þús. faðmar. Það mundi svara til nálægt 40
föðmum á hvert býli.
Tíu árum síðar, 1801, eru garðlög talin
í landshagsskýrslum orðin samtals 275
þúsund faðma. Viðbót 10 ára hefur þá ekki
verið nema rúmlega 2 þúsund faðmar á ári
að meðaltali. Áhugi og framtak bænda á
öllu tímabilinu frá 1783, var lamað af af-
leiðingum Móðuharðindanna. Námu allar
girðingaframkvæmdir um aldamótin ekki
meiru en um það bil fjórðungi þess, að öll
tún landsins væru fullgirt eftir aldarfjórð-
ungs starf. Ef vcl hefði fram farið. hefði
takmarkinu átt að vera nærri því eða að
fullu náð.
Nítjánda öldin byrjaði með nokkrum
harðindaárum, og í kjölfar harðindanna
kom siglingateppa til landsins af völdum ó-
friðarins milli Dana og Englendinga. Hvort-
tveggja þrengdi mjög að hag búenda, svo
að ætla má, að lítið hafi áunnist um garð-
lög. Fyrirmælin um túngarðahleðslu frá
1776, voru þá farin mjög að fyrnast í huga
og framkvæmd og mun hafa verið lítt í
heiðri haldið af búendum, né eftir því geng-
ið af valdsmönnum, að þcim væri fram-
fylgt.
Túngirðingar úr jarðefnum er seinunnið
verk, útheimtir bæði mikla vinnu og á-
stundun. Og jafnframt því, sem nývirki
var unnið, þurfti viðhald á því, sem eldra
var. Ávinningurinn til vörzlu var auk þess
lítill fyrr en fullgirt var orðið.
Frá fyrri helmingi 19. aldar finnast eng-
ar opinberar skýrslur um garðlög. Mun svo
Gaddavír fæst af mismunandi gerðum og gildleika.
F R E Y R
fimmtíu ára
25