Freyr - 01.01.1955, Page 36
Með kengjum er vírinn festur á tréstaura.
mega telja, að bændur hafi almennt gefist
upp í þessari löngu og árangurslitlu bar-
áttu, að fullgirða tún sín. Líku máli gegndi
um stjórnina, því að árið 1836 voru lögin
felld úr gildi.
Þótt svona væri komið í girðingamálinu,
munu mestu áhuga- og dugnaðarmenn þá
þegar hafa algirt túnin sín, og aðrir unnið
að því að ljúka girðingum túna sinna.
Algjör deyfð varð þannig aldrei í tún-
girðingamálinu. Og meðfram, eflaust fyrir
áhrif frá ýmsum ritum, svo sem Ármanni á
Alþingi, Fj'ólni o. fl„ tók að glæðast áhugi
á túngirðingum á ný, sem í fleiri efnum.
Árið 1843 er í landshagsskýrslum fyrst
getið smávægilegra framkvæmda til garð-
laga, en þá aðeins í Vestur-amtinu. Árið
1849 er næst getið garðlaga í öllum lands-
fjórðungum, nema í Suðuramtinu, um 4500
faðrna. Árið 1853 eru garðlög á öllu land-
inu talin vera orðin rúmlega 39 þúsund
faðma. Frá þvi ári fram til aldamóta eru
garðlög á landinu talin hafa verið þessi:
Slönguhnútur í vírneli.
Ár 1853—1855
— 1858—1859
— 1861—1869
— 1871—1880
— 1881—1890
— 1891—1895
— 1896—1900
meðaltal 27628 faðmar
— 19098 —
— 9600 —
— 10339 —
— 18036 —
— 19575 —
— 24540 —
í þessu yfirliti eru 4 ár ótalin. Með tilliti
til þess og þeirra girðinga, sem fyrir voru,
og hafi þeim öllum verið haldið í gildi, ættu
túngirðingar um aldamótin að hafa verið
um 800 þúsund faðmar (um 1500 km.).
Auk garðlaga, eftir fornri venju, voru
vörzluskurðir. Þeir eru ekki taldir í skýrsl-
um fyrr en árið 1893. Munu þeir þá hafa
vcrið nýmæli í girðingamálum, en náð brátt
Hænsnanet eru venjulega úr ein-
földum vír, en net eins og það, er
myndin sýnir, eru jafnan notuð í
girðingar um skrúðgarða. —
26
fimmtíu ára
FREYE