Freyr - 01.01.1955, Page 47
PÁLMI EINARSSON:
Ræktun og fóðuröflun
í 50 ár
Búnaðarblaðið Freyr hefur verið gefið
út samfellt í 50 ár. Stofnendur blaðsins
voru einstaklingar úr hópi þeirra manna,
sem í gegnum störf sín voru í sterkum
tengslum við landbúnaðinn, þó enginn
þeirra tæki beinan þátt í framleiðslustörf-
unum sjálfum. Oft urðu útgefenda- og
eigendaskipti að blaðinu, en það var að
mestu borið uppi af einstaklingum bæði
fjárhags- og framkvæmdalega í 31 ár. Bún-
aðarfélag Islands studdi þó jafnan, eink-
um hin síðari ár, útgáfu blaðsins með
nokkrum fjárframlögum árlega, en tók svo
við útgáfu þess árið 1935 að öllu, og hefur
gefið það út síðan með þátttöku frá Stétt-
arsambandi bænda frá árinu 1946.
A þetta er minnzt hér, af því það sýnir
Ijóslega hverja stefnu straumar þessa tima-
bils hafa haft á þessari hálfu öld í málefn-
um landbiinaðarins. Til Freys er stofnað
sem baráttutækis í höndum einstakra fárra
manna, til að vinna að hugsjónamálum
þeirra til þjónustu við íslenzkan landbún-
að. en Freyr er nú vaxinn upp til þess að
vera rödd félagssamtaka bændanna, þeirra
samtaka, sem allir bændur landsins standa
að. —
Landbúnaðurinn sjálfur hefur á þessu
tímabili mótazt til aukinnai' félagshyggju
og félagsþroska. Hann hefur unnið sína
stærstu sigra með atbeina félagssamtaka
sinna, sem á þessum aldarhelmingi hafa
verið byggð upp i fastmótað kerfi.
Á þessu tímabili renna þó fleiri stoðir
undir framþróun landbúnaðarmála. Fram
til aldamóta er landbúnaðarlöggjöfin án
verulegra áhrifa um framkvæmdamál land-
búnaðarins. Frumvarp til landbúnaðar-
laga lá fyrir til meðferðar á þingunum 1879.
1881 og 1883, sem byggt var á störfum
milliþinganefndar, sem skipuð var 1870.
Aðeins einn kafli af frumvarpi þessu var
samþykktur og staðfestur sem lög, um
byggingu, ábúð og úttekt jarða frá 12. jan-
37
FREYR
fimrntíu ára