Freyr - 01.01.1955, Side 67
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON:
HROSSARÆKTIN
Hrossaræktarfélögin.
Með komu Guðjóns Guðmundssonar til
Búnaðarfélags Islands, hófst alda um land
allt um stofnun félaga um kynbætur bú-
fjár. Fyrsta hrossaræktarfélagið var stofn-
að 1004. Var það hrossaræktarfélag Austur-
Landeyja, Rang., og starfar það enn. Næsta
félagið var stofnað af Héraðsbúum eystra
1007. hið þriðja 1012 af Hrunamönnum í
Arnessýslu. Fjórða og fimmta risu á lcgg
1013, hjá Gnúpverjum og Hraungerðing-
um í Árnessýslu, sjötta i röðinni var Hrossa-
ræktarfélagið Atli í Ásahreppi, Rang., 1914.
Hið sjöunda stofnuðu Vestur-Evfellingar
1016 og hið áttunda Ölfusingar 1910. Eru
þá upptalin öll hin elztu, sem enn eru
starfandi. Sýnir þetta, að þessi starfsemi er
skrefastutt í öndverðu, og nær ekki snöggu
fylgi. Þolgæði þeirra fáu áhugamanna, sem
að stofnun þeirra og starfsemi hafa staðið,
er því meira þakkarefni.
Alls hafa verið stofnuð 66 hrossaræktar-
félög. Af þeim munu nú starfandi 34, og eru
27 af þeim deildir í hrossaræktarsambönd-
um. 7 er haldið uppi, sem sjálfstæðum
hrossaræktarfélögum. Þá eru og starfandi
6 hestamannafélög, sem öll hafa haft nokk-
ur afskipti af kynbótum hrossa með vökl-
um stóðhestum.
Fyrstu samtök hérlendis um kvnbætur
hrossa munu hafa verið í Skagafirði. Árið
1879 setur sýslunefnd þeirra reglur um val
og merkingu hestfolalda, sem nota skuli
til undaneldis. Skyldu folöldin vera af sem
beztum ættum og „skal við slíkt val taka
til greina lipurð, ganglag, fjör, hörku, þol,
krafta, holdafar, stærð og vaxtarlag m.m.,
svo sem lit, fríðleik, háralag, hárprýði og
hófagerð o. s. frv.“ Var svo til ætlast, að öll
önnur hestfolöld yrðu gelt sem fyrst, „eftir
að þau eru þriggja nátta“. Ymis fleiri merk
ákvæði eru í þessum reglum Skagfirðinga
FREYR
fimmtíu ára